Valmynd Loka

Ferðalög er­lend­is

Mik­il­vægt er að und­ir­búa ferðalög er­lend­is vel þar sem mun flókn­ara get­ur verið að tak­ast á við hlut­ina í fram­andi um­hverfi. Gott er að nota gátlista fyr­ir fríið til að muna eft­ir því helsta.

Áður en lagt er af stað er mik­il­vægt að muna eft­ir og/​eða kynna sér:

 • Ferðaáætlun sem aðstandendur vita af.
 • Vegabréf og flugupplýsingar.
 • Ljósrit eða mynd í síma af vegabréfi og ljósrit þá geymt á öðrum stað en vegabréfið sjálft er á.
 • Bólusetningar en upplýsingar um þær má finna á vefLandlæknisembættisins.
 • Tryggingar þar sem kostnaður við að leita læknis erlendis getur orðið mjög mikill.
 • Sjúkrabúnaði eins og plástri, sárabindi, flugnafælu, sólarvörn, verkjalyfjum, persónulegum lyfjum ef einhver eru og upplýsingum um þau, sótthreinsiefni og viðeigandi áburð til að bera á sig ef húðin brennur. Gott er að hafa sykurtöflur við miklum niðurgangi og stemmandi töflur.
 • Gott getur verið að taka B-sterkar vítamín til að minnka líkur á flugnabiti og nota ekki ilmefni þar sem þau geta laðað að sér flugur.
 • Pakka ekki verðmætum eins og skartgripum, fartölvu, myndavél og spjaldtölvu í ferðatöskuna heldur í handfarangurinn. Tjónareynsla félagsins sýnir að flest tjón vegna þjófnaðar erlendis verða á meðan taskan er í vörslu flugfélaganna.
 • Svæðið sem ferðast á til og hvort einhverjar sérstakar hættur séu á viðkomandi stað.
 • Að hafa persónuleg lyf bæði í handfarangri og ferðatöskum þegar ferðast er til að tryggja að lyf séu til staðar ef annar hvor farangurinn týnist.
 • Afþreyingu í fluginu ef börn eru með og að tryggja að þau noti öryggisbúnað flugvélarinnar.
 • Taka SOS kortið með og setja SOS númerið +45 70 10 50 50 í gsm símann.
 • Taka evr­ópska sjúkra­trygg­ing­ar­kortið með. Allir ríkisborgarar Íslands og annarra EES-ríkja búsettir og sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á kortinu, sér að kostnaðarlausu. Ef einstaklingur er með greindan undirliggjandi sjúkdóm þá er viðkomandi sjúkdómur undanskilinn í skilmálum ferðatrygginga. Fyrir þá einstaklinga er sérstaklega mikilvægt að hafa kortið ávallt meðferðis. Þá er allur sjúkrakostnaður erlendis borgaður af íslenska ríkinu svo fremri sem þjónustan er veitt af læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem starfa innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis í viðkomandi dvalarlandi. Hægt er að sækja um kortið á vef Sjúkra­trygg­inga Íslands og gildir kortið í öllum EES ríkjum og Sviss. Endurnýja þarf kortið á tveggja ára fresti.
 • Setja ICE (In cace of Emergency) fyrir framan þann einstakling í adressubók gsm símans sem þú vilt að haft sé samband við ef eitthvað kemur uppá eða haka við hann sem slíkan í símanum sem er enn betra ef síminn bíður upp á það.

Þegar út er komið:

 • Nota næga sólarvörn og verja líkamann og höfuðið með fatnaði.
 • Huga vel að vökvatapi og vega upp á móti því með því að drekka mikið vatn. Einkenni vökvataps geta verið höfuðverkur, ógleði, svimi og máttleysi.
 • Velja matvæli sem eru vel elduð. Ís, klakar og kranavatn geta verið varasamt að neyta með tilliti til hættu á matareitrun.
 • Taka persónuleg lyf á réttum tíma og borða reglulega.
 • Hafa börn ávallt í sjónmáli.
 • Sýna ábyrga hegðun meðal annars hvað varðar áfengi, kynlíf, umferð, strandferðir og vatnasport.
 • Huga að eigum sínum og þá sérstaklega síma, peningum, myndavél og kortum. Mikilvægt er að nota öryggisskáp inni á hótelherbergi fyrir verðmæti.
 • Tilkynna þjófnað til lögreglu í viðkomandi landi.
 • Halda til haga lækniskvittunum ef leita þarf læknis.
 • Kynna sér eldvarnir gististaðarins.

Til baka

Gátlistar

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband