lock search
lock search

Ferðalög er­lend­is

Mikilvægt er að undirbúa ferðalög erlendis vel og vandlega þar sem mun flóknara getur verið að takast á við hlutina í umhverfi sem þú þekkir ekki til.

Áður en lagt er af stað er mikilvægt að muna eftir og/eða kynna sér:

 • Ferðaáætlun sem aðstandendur eru upplýstir um
 • Ferðapassa og flugupplýsingum
 • Bólusetningar en upplýsingar um þær má finna á vef Landlæknisembættisins 
 • Tryggingar en lækniskostnaður erlendis er mjög dýr
 • Sjúkrabúnaði eins og plástri, mýflugnafælandi efni, sólarvörn, verkjalyf, persónuleg lyf ef eru og upplýsingar um þau og burn free eða annað til að bera á sig ef brunnið er. 
 • Gott getur verið að taka B-sterkar til að minnka líkur á mýflugnabiti og nota ekki ilmvörur þar sem þær geta laðað að sér mýið
 • Svæðið sem ferðast á til og hvort einhverjar sérstakar hættur séu á viðkomandi stað
 • Að hafa persónuleg lyf með í handfarangri ef annar farangur týnist
 • Afþreyingu í fluginu ef börn eru með og að tryggja að þau noti öryggisbúnað flugvélarinnar
 • Setja SOS númerið +45 70 10 50 50 í símann en ferðastaðfestingu er hægt að nálgast á Mitt VÍS

Þegar út er komið:

 • Nota næga sólarvörn og verja líkamann og höfuð með fatnaði
 • Huga vel að vökvatapi og vega upp á móti því með því að drekka mikið vatn. Einkenni vökvataps geta verið höfuðverkur, ógleði, svimi og máttleysi
 • Velja matvæli sem eru vel elduð. Ís, klakar og kranavatn getur verið varasamt m.t.t. hættu á matareitrun
 • Taka persónuleg lyf á réttum tíma og borða reglulega
 • Hafa börn ávallt í sjónmáli
 • Sýna ábyrga hegðun m.a. hvað varðar áfengi, kynlíf, umferð, strandferðir og vatnasporti. 
 • Huga að eigum sínum og þá sérstaklega síma, peningum, myndavél og kortum. Mikilvægt er að nota öryggisskáp inni á hótelherbergi fyrir verðmæti en skilja þau ekki eftir á glámbekk
 • Kynna sér eldvarnir gististaðarins

Hvernig á að bregðast við tjóni?

Slys eða veikindi

 • Ef um minni slys eða veikindi er að ræða skal kostnaður við aðhlynningu greiddur og reikningar síðan lagðir fram hjá VÍS við heimkomu.
 • Í neyðartilvikum er haft samband við SOS. Sími: +4570105050 eða email: sos@sos.dk. Þjónustan er sótt í gegnum Danmörku og þjónustufulltrúar tala fjölmörg tungumál þar á meðal íslensku.
 • Sýnið Evrópska sjúkratryggingakortið ef leitað er aðstoðar læknis innan EES.
 • Nauðsynlegt er að geyma alla reikninga og framvísa hjá VÍS við heimkomu.

Farangur

 • Nauðsynlegt er að geyma skemmda muni þar sem þeim þarf að framvísa hjá VÍS við heimkomu.
 • Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist á flugi skal strax láta vita í afgreiðslu á flugvelli. Fyllið út PIR eyðublað (Property Irregularity Report) og geymið afritið þar sem því þarf að skila inn til VÍS við heimkomu.

Rán/Þjófnaður

 • Tilkynna skal þjófnað strax til lögreglu í viðkomandi landi og/eða fararstjóra eins fljótt og auðið er. Nauðsynlegt er að skila afriti af öllum skýrslum til VÍS við heimkomu.
 • ATH. Aðeins eru greiddar bætur vegna þjófnaðar úr híbýlum, bifreiðum, húsvögnum og bátum.

Tilkynna tjón

 

 

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.