Líf- og sjúkdómatryggingar VÍS
Þegar þú færð þér líf- eða sjúkdómatryggingu hjá VÍS - geturðu styrkt gott málefni í leiðinni.
Tryggingarnar virka strax, jafnvel þótt þú þurfir aldrei að nota þær. En þær færa þér líka hugarró. Því ef hið óhugsandi gerist, þá munu þau sem treysta á þig, vera fjárhagslega örugg.

Ökuvísir
Ökuvísir er byltingarkennd nýjung hér á landi, en vel þekkt erlendis. Reynslan þar sýnir að tjónum fækkar allt að að 20% hjá þeim sem nota slíka tækni. Í samvinnu við viðskiptavini okkar ætlum við að breyta umferðarmenningunni á Íslandi - og fækka slysum.
Við ætlum nefnilega að breyta því hvernig tryggingar virka. Við ætlum ekki að bíða eftir því að tjónið gerist heldur ætlum við - í samvinnu við viðskiptavini okkar - að koma í veg fyrir þau.
Kynntu þér algengar spurningar um Ökuvísi.

Getum við aðstoðað?
Skáðu þig inn á vefinn okkar og þá getur þú tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum. Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.
Þjónustuskrifstofur okkar eru opnar alla virka daga frá kl. 12:00-15:00. Við erum einnig til taks í síma 560 5000 og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-15:30. Svo getur þú sent okkur tölvupóst á vis@vis.is og við svörum eins fljótt og auðið er.

Gagnlegar upplýsingar um COVID-19
Við höfum tekið saman helstu upplýsingar um COVID-19 veiruna og ferðatryggingar ásamt forvörnum sem aðstoða þig og þína nánustu við að vera upplýst og takast á við óvissuna sem veiran skapar.
Það er margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mikilvægt að við leggjum okkur öll fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Við hvetjum þig til að kynna þér upplýsingarnar.
