Hoppa yfir valmynd

Tryggjum öryggi okkar allra

Stærsta þjónustuskrifstofan okkar á vis.is er opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að tilkynna tjón, fá yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breyta greiðsluupplýsingum. Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.

Við erum einnig til taks í síma 560 5000 og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-15:30. Svo getur þú sent okkur tölvupóst á vis@vis.is og við svörum eins fljótt og auðið er.

Til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna okkar vegna kórónuveirufaraldursins ─ höfum við ákveðið að loka þjónustuskrifstofum okkar tímabundið, frá og með mánudeginum 21. september.

Hafa samband

Ökuvísir

Ökuvísir er byltingarkennd nýjung hér á landi, en vel þekkt erlendis. Reynslan þar sýnir að tjónum fækkar allt að að 20% hjá þeim sem nota slíka tækni. Í samvinnu við viðskiptavini okkar ætlum við að breyta umferðarmenningunni á Íslandi - og fækka slysum. 

Við ætlum nefnilega að breyta því hvernig tryggingar virka. Við ætlum ekki að bíða eftir því að tjónið gerist heldur ætlum við - í samvinnu við viðskiptavini okkar - að koma í veg fyrir þau. 

Kynntu þér algengar spurningar um Ökuvísi.

Algengar spurningarViltu prufukeyra framtíðina?

Barna­trygging

Barnatrygging er góð viðbót við líf- og heilsutryggingar og fjölskyldutryggingar.

Barnatrygging veitir foreldrum eða forsjáraðilum vernd fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda barns.

Tryggingin inniheldur einnig örorkuvernd en hún hjálpar barninu að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á fullorðinsárum valdi slys eða sjúkdómur varanlegri örorku.

Sjá nánar

Gagn­legar upplýs­ingar um COVID-19

Við höfum tekið saman helstu upplýsingar um COVID-19 veiruna og ferðatryggingar ásamt forvörnum sem aðstoða þig og þína nánustu við að vera upplýst og takast á við óvissuna sem veiran skapar.

Það er margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mikilvægt að við leggjum okkur öll fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Við hvetjum þig til að kynna þér upplýsingarnar.

Lesa meira
Fréttir

Fallslys algengustu vinnuslysin

Á hverju einasta ári berast um 7.700 tilkynningar um vinnuslys til slysaskrár Landlæknisembættisins.

Lesa meira

Borgarbúar, unga fólkið og leigjendur með miklu lakari eldvarnir

Könnun Eldvarnabandalagsins sýnir að alls ekki öll heimili fá ekki fullt hús stiga í eldvörnum og nauðsynlegt að þau geri bragabót á því.

Lesa meira

Fimm sinnum sýnilegri með endurskinsmerki

Nú í skammdeginu er mikilvægt að nota endurskinsmerki.

Lesa meira

Fimm vatnstjón á dag

Til okkar berast tilkynningar um fimm vatnstjón á dag, alla daga ársins. Helmingur tjónanna er vegna lagna en hinn út frá mistökum við notkun eða bilana í tækjum.

Lesa meira

Verum undirbúin fyrir veturinn

Forvarnarfulltrúi VÍS minnir á mikilvægi þess að vera vel undirbúin fyrir veturinn. Þar skipta góð dekk öllu máli.

Lesa meira

Yfir Laugardagsvöll endilangan ef þú rétt kíkir á símann

Mikil hætta stafar af því þegar ökumenn eru ekki með fulla athygli við aksturinn.

Lesa meira

Um helmingur notar farsímann undir stýri

Alltof algengt er að ökumenn noti farsímann undir stýri, samkvæmt nýlegri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir VÍS.

Lesa meira

Uppgjör 3. ársfjórðungs 2020

Árangur í fjárfestingum var góður á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir áskoranir á eignamörkuðum vegna heimsfaraldursins.

Lesa meira

Niðurstöður könnunar um eldvarnir í landbúnaði

Undanfarin misseri hefur Eldvarnabandalagið, samstarfsvettvangur VÍS og annarra sem vinna að auknum eldvörnum, fjallað um niðurstöður könnunar er bandalagið lét gera um eldvarnir í landbúnaði.

Lesa meira

Verum undirbúin ef stærri skjálfti verður

Móðir náttúra minnti hressilega á sig í gær með skjálfta upp á 5,6. Sérfræðingar tala um að skjálftahrina geti haldið áfram, jafnvel í einhverja daga. Við hvetjum alla til að auka öryggi sitt og sinna með því að fara vel yfir öryggið á heimilinu ef stærri skjálfti verður.

Lesa meira