Hoppa yfir valmynd

Stefna um sjálfbærni

Hlutverk okkar sem tryggingafélag er að vera traust bakland í óvissu lífsins. Við viljum hjálpa viðskiptavinum okkar að velja viðeigandi tryggingavernd. Með öflugum forvörnum stuðlum við að því að viðskiptavinir okkar lendi síður í tjónum. Með stefnu um sjálfbærni viljum við að starfsemi okkar og þjónusta stuðli með sjálfbærum hætti að sameiginlegum ávinningi fyrir samfélagið, meðal annars starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og aðra hagaðila félagsins. Með sjálfbærni að leiðarljósi er félagið kraftmikið hreyfiafl.

Sjálfbærni sé samofin öllum rekstri

Við viljum stuðla að góðum verkum með sameiginlegum ávinningi fyrir samfélagið, m.a. starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og aðra hagaðila félagsins. Við leggjum ríka áherslu á að sjálfbærni sé samofin öllum rekstri félagsins. Árlega er gefin út sjálfbærniskýrsla í samræmi við umhverfismál, félagsmál og stjórnarhætti eða UFS viðmiðin svokölluðu sem eru viðurkenndar leiðbeiningar Nasdaq kauphallarinnar. Við leggjum því sérstaka áherslu á þessa þætti í allri upplýsingagjöf. Við setjum okkur mælanleg markmið til þess að fylgja eftir framkvæmd stefnunnar. Stefnan er endurskoðuð árlega og þetta er þriðja útgáfa af sjálfbærnistefnu VÍS.

Við styðjum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og nýtum þau sem leiðarljós í öllum okkar störfum. Við styðjum sérstaklega eftirfarandi markmið:

Í kjarnastarfseminni okkar:

  • Heimsmarkmið 3: Heilsa og vellíðan. Með forvörnum í broddi fylkingar fækkum við tjónum og hvetjum til betri lífsstíls. Undirmarkmið 3.6 felur í sér að fækka banaslysum í umferðinni.
  • Heimsmarkmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur. Við tryggjum fyrirtæki, starfsemi þeirra og eignir. Þannig tryggjum við góða atvinnu og hagvöxt. Með samvinnu við fyrirtækin fækkum við tjónum og bætum öryggi starfsmanna. Undirmarkmið 8.8 felur í sér að stuðla að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk. Með samvinnu við viðskiptavini okkar stuðlum við að öruggu vinnuumhverfi með öflugum forvörnum.

Að auki leggjum við sérstaka áherslu á eftirfarandi markmið:

  • Heimsmarkmið 5: Jafnrétti kynjanna. Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Undirmarkmið 5.5 leitast við að tryggja þátttöku kvenna sem og tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins.
  • Heimsmarkmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla. Með sjálfvirknivæðingu minnkum við notkun náttúruauðlinda og stuðlum að hringrásarhagkerfinu með ábyrgri förgun. Undirmarkmið 12.6 felur í sér hvatningu til fyrirtækja að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

VÍS er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Við erum einnig aðilar að IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar sem og UN-PRI, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Við erum einnig aðilar Jafnréttissáttmála UN Women (e. UN Women´s empowerment principles). Þetta er yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem snýst fyrst og fremst að kynjajafnrétti.

VÍS er einnig aðili að UN Global Compact, alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hafður er að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttökunni skuldbindur félagið sig til þess að vinna að tíu grundvallarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og styðja helstu markmið þeirra.

Hlutverk og ábyrgð

Stjórn félagsins ber ábyrgð á stefnu um sjálfbærni og ber að tryggja innleiðingu hennar. Forstjóri og framkvæmdastjórar bera ábyrgð á innleiðingunni og að henni sé fylgt í starfsemi félagsins. Stjórnendur bera ábyrgð á því að efni hennar endurspeglist í starfsemi félagsins. Starfsmönnum ber að starfa samkvæmt þeim ferlum, reglum og verklýsingum sem félagið hefur innleitt.

Samþykkt af stjórn VÍS

13. desember 2023

Nánari upplýsingar um stefnuna

Umhverfismál
Félagsmál
Stjórnarhættir