Hoppa yfir valmynd
Forvarnir | 07.04.2020

Svefn og hvíld

Reglu­leg­ur svefn og hvíld er okkur lífs­nauðsyn­leg. Þótt hægt sé að stofna til skamm­tíma­skuld­ar í þess­um efn­um geng­ur það ekki til lengd­ar. At­hygl­in skerðist, lífs­gæði versna, þol­in­mæði minnk­ar, slysa­hætta eykst og and­leg líðan versn­ar svo eitt­hvað sé nefnt.

Fólk þarf mis­mik­inn svefn. Börn á grunn­skóla­aldri þurfa alla jafna átta til ell­efu tíma svefn en full­orðnir sjö til átta klukku­stund­ir og stytt­ist gjarn­an eft­ir því sem fólk eld­ist.

Svefn­inn get­ur verið mis­góður og velt­ur m.a. á hug­ar­ástandi okk­ar. Hann skipt­ist í nokk­ur stig og á nótt­unni flökk­um við á milli þeirra. Svefn­inn er mis­djúp­ur á hverju stigi og mis­mun­andi hvort okk­ur dreym­ir, hversu djúpt við önd­um, hversu mik­il vöðvaspenn­an er og hversu auðvelt er að vekja okk­ur.

Mælt er með eft­ir­far­andi:

  • Hafa reglu á svefninum þ.e. fara að sofa og vakna á svipuðum tíma frá degi til dags.
  • Ekki borða mikið rétt fyrir svefninn.
  • Ekki drekka kaffi, áfengi eða annað sem er örvandi rétt fyrir svefninn.
  • Hreyfa sig yfir daginn þannig að maður sé þreyttur þegar gengið er til náða.
  • Ekki vera í tölvunni eða símanum uppi í rúmi.
  • Hafða umhverfið notalegt og rúmið gott.
  • Slaka á og tæma hugann fyrir svefninn.
  • Ef svefnvandamál eru viðvarandi skal leita aðstoðar fagfólks. 

Hjá fyr­ir­tæk­inu Betri svefn er hug­ræn at­ferl­is­meðferð notuð. Unnið að því að upp­ræta þann víta­hring sem þeir sem glíma við langvar­andi svefn­leysi eru komn­ir í. Það er gert með því að breyta at­ferli og hugs­un­um sem hafa nei­kvæð áhrif á svefn. Meðferðin fel­ur m.a. í sér fræðslu um svefn, ein­stak­lings­miðaða svefn­ráðgjöf, fræðslu um góðar svefn­venj­ur, slök­un og aðstoð við að hætta svefn­lyfja­notk­un. Meðferðin hjá þeim bæt­ir svefn hjá um 90% af þeim sem ganga í gegn­um hana og stór hluti þeirra sem nota svefn­lyf nær að hætta notk­un þeirra.