Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Hreyfing

Hreyf­ing er öll­um nauðsyn­leg og ætti eng­inn að van­meta mik­il­vægi henn­ar. Hreyfing hjálpar til að stuðla að bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði.

Offita

Sam­kvæmt nor­rænni vöktunar glíma hlut­falls­lega fleiri hér á landi við offitu en ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Fram kom að 17% Íslend­inga hreyfa sig ekk­ert mark­visst, 65% lands­manna ná viðmiði um lág­marks hreyf­ingu og 11% ákjós­an­legri hreyf­ingu.

Heilsu­efl­ing

Sí­fellt fleiri til­einka sér heil­brigðan lífs­stíl en jafnframt er alltaf að bætast í hóp þeirra sem hreyfa sig ekkert. Lík­ams­rækt­ar­stöðvar eru þétt setn­ar, hvert þátt­töku­metið slegið á fæt­ur öðru í keppn­is­hlaup­um og margir fara ferða sinna á hjóli eða gangandi. Allir ættu að hafa hreyf­ingu fastan lið í til­ver­u sinni og finna hvað það er sem hent­ar í þeim efn­um. Því meiri fjöl­breytn­i í hreyfingu því betra.

Tími

Mælt er með að að börn hreyfi sig í a.m.k. 60 mín­út­ur á dag og full­orðnir í a.m.k. 30 mín­út­ur. Gott er að setja sér mark­mið og virkja sem flesta úr fjöl­skyld­unni með. Þannig eru meiri lík­ur á að hreyf­ing­in verði sjálf­sögð en ekki kvöð.

Mark­mið

Æskilegt er að setja sér mæl­an­leg mark­mið. Til dæm­is út frá tíðni, tíma, erfiðleika, þyngd og lengd. Nýta þarf hvert tæki­færi til að standa upp, hreyfa sig, ganga stiga í stað þess að taka lyftu, lyfta sér upp á tær, teygja úr sér og auka liðleika sinn með teygj­um.

Margskon­ar skemmti­leg snjallsíma­for­rit og snjallúr geta hjálpað til við að setja sér mark­mið og halda utan um hreyf­ing­una. 

Búnaður

Búnaðar þarf að vera rétt­ur með til­liti til hreyf­ing­ar. Mik­ill mun­ur er á því að klæðast fatnaði sem sér­hannaður er fyr­ir viðkom­andi hreyf­ingu eða t.d. í bóm­ull sem verður þung og köld þegar hún blotn­ar. Þá geta rang­ir skór kallað fram stoðkerf­is­vanda­mál og orðið til þess að fólk gefst upp. Við val á þeim má leita til fag­manna.

Í bæk­lingi Land­læknisembætt­is­ins Ráðlegg­ing­ar um hreyf­ingu eru grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um hreyf­ingu.