Öryggispúðar
Gríðarlega mikilvægt er að við virðum það að láta barn aldrei sitja fyrir framan virkan öryggispúða nema barnið sé orðið 150 sm að hæð. Sama hvort barnið sé í barnabílstól eða ekki.
Höggið sem öryggispúðinn gefur getur slasað barnið alvarlega ef það hefur ekki náð réttri hæð og situr fyrir framan púðann. Erlendis hafa börn látist af völdum höggsins sem þau fá þegar öryggispúðinn kemur út og lendir á þeim. Fullorðinn einstaklingur sem ekki hefur náð 150 sm hæð má þó sitja fyrir framan virkan öryggispúða þar sem beinabygging fullorðinna er önnur en barna.