lock search
lock search

Bifhjól

Bifhjól eru ávallt undir 400 kg að eigin þyngd. Þau eru ekki skilgreind sem torfærutæki og aðallega ætluð til fólksflutninga. Bifhjól skiptast niður í létt bifhjól, sem eru ekki yfir 50 rúmsentimetrum að slagrúmmáli og ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km./klst., og þung bifhjól sem eru þá kraftmeiri en létt bifhjól.

Hlífðarfatnaður

Góður vandaður hlífðarfatnaður hefur margsannað gildi sitt á bifhjólum. Einstaklingur sem dettur á hjóli á mun meiri líkur á að slasast ekki ef hann er í góðum hlífðarfatnaði með innbyggðum hlífum eða sér hlífum.

Samkvæmt Samgöngustofu þá á hlífðarbúnaður bifhjóla að vera CE merktur samkvæmt eftirfarandi stöðlum eða sambærilegum stöðlum:

  • Stígvél - CE EN 13634
  • Jakkar, buxur og samfestingar - CE EN 13595
  • Bakhlífar - CE EN 1621
  • Hanskar - CE EN 13594
  • Hlífðargleraugu - CE EN 1938

Gönguskór, íþróttaskór og mokkasíur eru ekki góðir skór á hjóli. Velja þarf stífa leðurskó með innbyggðum hlífum sem uppfylla CE EN 13634 staðalinn.

Nauðsynlegt er að velja fatnað sem er í áberandi litum. Ef þess er ekki kostur er vesti í skærum lit mikið öryggisatriði þar sem bifhjólamaður í slíku vesti sést mun fyrr og betur en einstaklingur sem ekki er í því.

Hjálmur

Hjálmur verður alltaf að vera með á bifhjóli. Mikilvægt er að vanda val hans og vera viss um að hann uppfylli ECE 22.05 staðal. Hjálmur af rangri stærð, veitir falska vernd. Veljið ávallt hjálm út frá þeim einstaklingi sem á að nota hann. Einnig við hvaða aðstæður nota á hjálminn. Líftími hjálma samkvæmt framleiðendum er yfirleitt fimm ár svo framarlega sem hann hafi ekki orðið fyrir tjóni.

Umferðarhegðun

Enginn gætir manns betur en maður sjálfur. Gott er að ganga út frá því sem ökumaður bifhjóls. Ekki treysta um of á aðra ökumenn í umferðinni heldur gefa frekar eftir réttinn. Jafnframt er umferðarhegðunin „líttu tvisvar“ gulls í gildi, sama hvaða umferðarmáta maður notar.

Misfellur á vegum, vindur, hópakstur og réttur umferðarhraði er eitthvað sem þarf að taka mið af í sinni umferðarhegðun. Hópakstur eykur sýnileika, misfellur og vindur getur orðið til þess að ökumaður missi stjórn á hjólinu. Of mikill hraði eykur líkur á slysum til muna. Eins sýna slysatölur það að þeir sem eru á lánshjólum lenda frekar í slysum en aðrir.  

Hjólið

Dekk, bremsur og ljós eru mikilvæg öryggisatriði á hjóli. Vertu viss um að þessir þættir séu í lagi, það eykur öryggið.

Bifhjólapróf

Ökunám fyrir bifhjólapróf er í höndum ökukennara og ökuskóla. Bifhjólapróf skiptast niður í fjóra flokka sem eru A, A1, A2 og M. Æskilegt er að ökunemi öðlist réttindi fyrir B flokk ökunáms, sem er hið hefðbundna bílpróf á fólksbíl, áður en hann hefur nám fyrir flokk A. Hér má sjá námskrá fyrir bifhjólaréttindi. 

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.