lock search
lock search

Umferðarreglur

Umferðarreglur byggja á lögum og reglugerðum, sem geta tekið breytingum. Í ökunámi eru lögin og reglugerðirnar kenndar. Eftir það verður hver og einn að fylgjast með þeim breytingum sem verða.

Núgildandi umferðarlög eru frá 1987. Með umferðarlögunum eru ýmsar reglugerðir og má finna þær tengdar umferðarlögunum. Jafnframt er hægt að nálgast samantekt þeirra á vef Samgöngustofu. Upplýsingar um öll umferðarmerki má sjá á vef Vegagerðarinnar.

Hraði

Hámarkshraði er mismunandi. Á malbikuðum þjóðvegum er almennur umferðarhraði 90 km./klst., 80 km./klst. á malarvegum og 50 km./klst. í þéttbýli. Önnur hraðamörk geta verið víða. Fylgjast þarf með hámarkshraða á hverjum stað og miða hann við aðstæður á hverjum tíma.
Leiðbeinandi hraði er víða á þjóðvegum landsins. Hann er þar sem vegir eru varasamir m.t.t. öryggis og slys hafa verið algeng. Það eykur öryggi að fara eftir leiðbeiningunum.

Akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna

Ökumaður þarf að vera líkamlega og andlega fær til að aka ökutæki. Áfengi og vímuefni hafa áhrif á þá færni. Akstur og notkun þeirra fara aldrei saman. Hér á landi er miðað við að áfengismagn í blóði megi ekki fara yfir 0,5 prómill. Mismunandi er hversu lengi vínandi er að hverfa úr blóði hvers og eins. Það fer m.a. eftir magni áfengis, líkamsbyggingu og heilsu viðkomandi. Þumalputtareglan er að lifrin umbreytir því sem nemur einum drykk á klukkustund. Nánari umfjöllun má sjá á fræðslumyndbandi Samgöngustofu.

Viðurlög við ölvunarakstri má finna í reglugerð nr.288/2018 í 45.gr. Í sömu reglugerð er að finna aðrar sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum .

Bil á milli bíla

Aftanákeyrslur eru með algengustu umferðarslysum og óhöppum hér á landi. Ástæður þeirra eru að ökumenn hafa of lítið bil á milli bíla og athyglin á umferðinni er ekki nægjanlega mikil. Góð þumalputtaregla er til að meta nægjanlega bil á milli bíla. Hún byggir á því að miðað er við ákveðinn stað sem bíllinn á undan ekur fram hjá. Ef minna en þrjár sekúndur líða áður en komið er að staðnum þá er bilið á milli bílanna of lítið og ástæða til að lengja það.

Farsímanotkun

Hér á landi er ökumönnum óheimilt að tala í síma við akstur án handfrjálsbúnaðar. Ef ökumenn ákveða að tala í síma undir stýri með handfrjálsan búnað er mikilvægt að tengja búnaðinn áður en lagt er af stað.
Nýjustu rannsóknir sýna að notkun handfrjáls búnaðar eykur ekki umferðaröryggi. Símtalið sjálft hefur truflandi áhrif á aksturinn en ekki bara það að vera með aðra hönd á stýri til að halda á símanum.
Það er ákvörðun ökumanna hvort þeir tali í símann við akstur með handfrjálsan búnað eða sleppi því alveg. Hringi þegar bíllinn hefur verið stöðvaður og stuðli þannig að auknu öryggi sínu.

Stefnuljós

Notkun stefnuljósa eykur öryggi, tillitsemi og flæði í umferðinni. Þegar ökumaður sér að annar ökumaður ætlar að beygja út af eða skipta um akrein eykur það öryggið í umferðinni. Þá er jafnframt hægt að hliðra til og hægja á með fyrirvara.

Framúrakstur

Flestir vegir landsins utan þéttbýlis eru ein- eða tvíbreiðir. Framúrakstur er því algengur. Mikilvægt er að bílar sem taka á framúr, auðveldi framúrakstur eftir því sem kostur er. Það getur verið með stefnumerki, víkja aðeins til hliðar og hægja á sér.

Einbreiðar brýr

Hægið ávallt á áður en komið er að einbreiðri brú. Komi bíll á móti er reglan sú að sá víkur sem er fjær brúnni.

Lausaganga búfjár

Lausaganga búfjár er leyfð víða um land. Ökumenn þurfa að vera meðvitaðir um á hvaða svæðum hún er leyfð og hafa varann á sér. Góð regla er að hægja á sér þar sem búfé er við veg. Gæta skal sérstakrar varúðar ef búfé er sitthvorum megin við veginn þar sem búast má við að það hlaupi yfir hann.

Malarvegur

Hámarkshraði á malarvegum er 80 km./klst. en miða skal hraðann ávallt við aðstæður og reynslu af akstri á malarvegi. Mikilvægt er að hægja ávallt á sér þegar farið er af malbiki yfir á malarveg.

Vetrarakstur

Einn mikilvægasti þáttur í vetrarakstri er að huga að færð og veðri áður en lagt er af stað. Búa sig síðan undir þær aðstæður sem vænta má. Hætta svo við ef horfur eru þannig að bíllinn, búnaður hans og reynsla ökumannsins er ekki nægjanlega góð. Ef farið er upp á hálendið að vetri til, þarf að vanda undirbúning mjög vel.

Upplýsingar um færð og veður má nálgast á eftirfarandi stöðum:

Huga þarf að og hafa til staðar:

 • Ferðaáætlun þar sem fram kemur hvert skal halda. Hvaða leið á að velja. Hverjir eru með í för. Hvenær er heimkoma áætluð. Hvaða búnaður er með í för. Skilja þarf ferðaáætlunina eftir hjá aðstandendum
 • Fjarskipti
 • Ástandi bílsins og búnaði hans, ekki síst dekkja
 • Fatnaði, skóbúnaði og teppum
 • Nesti og neyðarnesti
 • Skyndihjálparþekkingu og sjúkragögnum
 • Skóflu og teygjuspotta
 • Eldsneyti

Hálendisakstur

Hálendi Íslands lætur engan ósnortinn sem um það fer. Höldum ásýnd landsins og ökum aldrei utanvega. Fyrir óreynda er mikilvægt að fara fyrstu ferðirnar með reyndum einstaklingum til að afla sér þekkingar og reynslu. Ekki er æskilegt að ferðast um hálendið einbíla. Litla sem enga þjónustu er þar að fá og mikilvægt að hafa samferðarfólk sér til aðstoðar.

Mjög ólíkt er að ferðast um hálendið eftir því hvort er um vetur eða sumar. Á vorin þarf að fylgjast með opnum fjallvega en Vegagerðin gefur út upplýsingar um þær. Vetrarferðir þarf síðan oft á tíðum að undirbúa mun betur en sumarferðirnar þar sem aðstæður geta verið mun erfiðari þá.

Ef fara á um hálendið þarf að huga að:

 • Ferðaáætlun þar sem fram kemur hvert skal halda, hvaða leið á að velja bæði plan a og b, hverjir eru með í för og hvaða búnaður er til staðar. Skilja þarf ferðaáætlunina eftir hjá aðstandendum
 • Ástandi bílsins og búnaði hans
 • Fatnaði, skóbúnaði og teppum
 • Fjarskipti, staðsetningartæki (GPS), áttaviti og kort
 • Nesti og neyðarnesti
 • Skyndihjálparþekkingu og sjúkragögnum
 • Skóflu og teygjuspotta
 • Eldsneyti

Á heimasíðu Útivistar má sjá búnaðarlista fyrir hálendisferðir bæði að vetri sem sumri.

Akstur yfir ár:

Slys og tjón verða oft á hálendinu þegar ekið er yfir ár. Kynnið ykkur það svæði sem aka á um. Hvaða ár eru á því svæði og hversu öfluga jeppa þurfi til að aka yfir þær. Verið viss um að bíllinn hafi þær tryggingar sem þarf fyrir akstur á hálendi.

Vatnsmagn í ám er oft vanmetið. Vatnsmagn er að jafnaði minna í jökulám að morgni dags heldur en seinna um daginn. Góð regla er að aka ekki yfir ár ef þú treystir þér ekki til að vaða ánna.

 • Akstur yfir ár er eingöngu fyrir öfluga fjórhjóladrifs jeppa
 • Akið ekki yfir ár einbíla
 • Veljið af kostgæfni hvar aka á yfir ánna. Að jafnaði er það efst á broti
 • Til að vera viss um að óhætt sé að keyra yfir ánna, vaðið yfir hana í flotgalla/vöðlum og í línu. Ef þú treystir þér ekki til að vaða ánna skaltu ekki aka yfir hana
 • Hafið bílinn í lága drifinu ef það er til staðar
 • Akið með straumi en ekki upp á móti
 • Akið rólega og ákveðið yfir. Verið í fyrsta gír og skiptið ekki um gír úti í ánni

Vistakstur

Vistakstur er ákveðið aksturslag þar sem tilgangurinn er að spara orku, minnka mengun og auka umferðaröryggi. Með vistakstri verða ökumenn meðvitaðri um aksturslag sitt með eftirfarandi árangri:

 • Minnkar útblástursmengun frá ökutækjum um 10-15%. 
 • Dregur úr eldsneytisnotkun.
 • Eykur öryggi í umferðinni um 30%.
 • Fækkar slysum og bjargar mannslífum.
 • Minnkar slit á vél og hjólbörðum.
 • Lækkar viðhaldskostnað.
 • Minnkar hemlaryk.
 • Skerpir athygli ökumanna.
 • Bætir umferðarflæði og styttir ferðatíma um 4-5%. Ökumaður á langkeyrslu sem ekur á 100 km hraða á klst., í stað 90, græðir aðeins 3 mínútur á 50 km vegarkafla. Sami ökumaður eykur eldsneytisbruna um 10%.
 • Dregur úr taugaspennu í umferðinni.

Gátlistar

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.