Það er ánægjulegt að segja frá því að mótorhjólaslysum fækkaði milli áranna 2017 og 2018 hjá viðskiptavinum okkar. Algengustu slysin voru fall af hjóli og útafakstur en þar á eftir komu aftanákeyrslur og hliðarárekstrar, gjarnan á gatnamótum.

Það er mikilvægt að allir í umferðinni geri það sem í þeirra valdi stendur til að forðast þessi slys þar sem þau valda oft alvarlegum meiðslum.

Gagnlegir punktar fyrir bifhjólafólk:

  • Ekki fara á hjól án viðurkennds öryggisbúnaðar.
  • Virða hámarkshraða og aka miðað við aðstæður.
  • Tryggja sýnileika með skærlitum fatnaði.
  • Ganga út frá að ekki sé víst að aðrir vegfarendur hafi séð þig.
  • Staðsetja þig á vegi þar sem aðrir vegfarendur sjá hjólið best.
  • Vera ávallt viðbúinn óvæntum ákvörðunum annarra vegfarenda.
  • Gæta þín á sandi og holum í malbiki.
  • Lána ekki hjólið þar sem algengt er að slys verða þegar fólk er á lánshjólum.

Gagnlegir punktar fyrir ökumenn annarra ökutækja:

  • Horfa vel eftir bifhjólum á gatnamótum og þegar komið er inn á götur og vegi af aðreinum og afleggjurum.
  • Líta sérstaklega eftir mótorhjólum þegar skipt er um akrein.