Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 07.02.2019

Ísaga fékk forvarnaverðlaunin

Ísaga hreppti Forvarnarverðlaun VÍS sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Forvarnaráðstefnu VÍS sem haldin var á Hilton Nordica í gær.

Ísaga hreppti Forvarnaverðlaun VÍS sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Forvarnaráðstefnu VÍS sem haldin var á Hilton Nordica í gær.

Ísaga er fyrirmyndarfyrirtæki í forvörnum og öryggismálum og starfar eftir nákvæmu öryggisstjórnunarkerfi móðurfyrirtæki síns. Öll starfsemi og verkferlar einkennist af hárri öryggisvitund starfsmanna sem endurspeglast í öflugri öryggismenningu.

Þetta var í tíunda sinn sem Forvarnaráðstefna VÍS var haldin en á meðal fyrirlesara var Brandon Wiseman, yfirmaður öryggismála hjá Coca-Cola Swire í Bandaríkjunum. Ráðstefnan er vettvangur til að ræða öryggismál í atvinnulífinu og leiðir til að fækka vinnuslysum. Ráðstefnan er fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar hér á landi.

Auk Ísaga fengu RB og Narfastaðir Guesthouse viðurkenningar fyrir árangur í öryggismálum. Hjá RB eru öryggismál starfsmanna samtvinnuð við ríkar áherslur í upplýsingatækniöryggi fyrirtækisins og forsvarsmenn Narfastaða hafa sýnst að það þarf ekki að kosta miklu til að efla öryggi í  þjónustu og starfsemi í ferðaþjónustu.