Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |12.07.2019

Eru mínúturnar áhættunnar virði?

Hraði bíla hefur ótrúlega mikið að segja um hversu alvarleg slys verða. Fólksbílar eru ekki árekstraprófaðir í framanákeyrslu á meiri hraða en 64 km/klst. og líkaminn þolir illa harðari ákeyrslur þrátt fyrir bættan öryggisbúnað bíla.

Hraði bíla hefur ótrúlega mikið að segja um hversu alvarleg slys verða. Fólksbílar eru ekki árekstraprófaðir í framanákeyrslu á meiri hraða en 64 km/klst. og líkaminn þolir illa harðari ákeyrslur þrátt fyrir bættan öryggisbúnað bíla.

Stærsti hluti þjóðvegakerfis okkar er ekki með aðskildar akstursstefnur og hámarkshraði yfirleitt 90 km/klst. Bílar mætast því á miklum hraða og mjög nálægt hvor öðrum. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar óku meira að segja 15% ökumanna á meiri hraða en 104 km/klst. Það er því ljóst að margir aka yfir leyfilegum hámarkshraða sem sparar einungis nokkrar mínútur í akstri en eykur líkurnar á alvarlegu slysi ef eitthvað fer úrskeiðis.

Núna þegar umferð er mikil á þjóðvegunum myndast oft langar bílaraðir. Við þær aðstæður skilar framúrakstur engu nema aukinni slysahættu. Við hvetjum alla til að taka ekki fram úr nema að hafa góða sýn fram á við og enginn bíll í sjónmáli að koma akandi úr gagnstæðri átt.

Ávinningur af auknum hraða á kostnað öryggis er einfaldlega ekki þess virði. Í flestum tilvikum einungis um nokkrar mínútur að ræða, hærri eldsneytisreikning og stressaðri bílstjóra.