Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |28.11.2018

Virkur reykskynjari getur bjargað lífi

Flestir brunar á heimilum verða í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Það er því mikilvægt að nota upphaf aðventunnar til að fara yfir reykskynjara heimilisins. Skipta um rafhlöðu og tryggja að allir reykskynjarar séu í lagi. Muna þarf að líftími reykskynjara er 10 ár þannig að eftir þann tíma þarf að skipta þeim út.

Virkir reykskynjarar eru gríðarlega mikilvæg öryggistæki á heimilum. Þeir hafa margsannað gildi sitt og bjargað mörgum mannslífum. Þeir vöktu til að mynda heimilisfólk í brunanum sem fjallað er um . Flestir brunar á heimilum verða í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Það er því mikilvægt að nota upphaf aðventunnar til að fara yfir reykskynjara heimilisins. Skipta um rafhlöðu og tryggja að allir reykskynjarar séu í lagi. Muna þarf að líftími reykskynjara er 10 ár þannig að eftir þann tíma þarf að skipta þeim út. Það er því í raun ágætis lausn að kaupa reykskynjara með 10 ára rafhlöðu þó það sé dýrara í upphafi.

Undanfarin ár hefur heimilum fjölgað þar sem eru fjórir eða fleiri uppsettir reykskynjarar sem er vel. Enn er þó 4% heimila án reykskynjara og er hlutfall þeirra langhæst í aldurshópnum 25 til 34 ára þar sem 10% er án reykskynjara. Það er mikið áhyggjuefni því þar eru einstaklingar að byrja að búa og stofna fjölskyldu. Tilvalin innflutningsgjöf til þessa aldurshóps er því eldvarnabúnaður.

Við hvetjum alla til að huga að eldvörnum heimilisins í byrjun aðventunnar. Fara yfir reykskynjarana, tryggja að allir viti hvar eldvarnateppi og slökkvitæki eru geymd og kunni að nota þann búnað og fjárfesta í honum ef hann er ekki nú þegar til staðar.