Mikilvægt er að allir hlauparar hugi að sýnileika sínum og er af nægu að taka þar í úrvali. Allt frá ljósum, hlaupafatnaði og endurskinsvörum. Hlauparar geta m.a. komið við á þjónustuskrifstofum VÍS og fengið hlaupavesti fyrir sig. Öryggisbúnað sem eykur sýnileika allt að fimmfalt.

Neglum skóna

Töluverð hætta er á að einstaklingum verði fjötur um fót þegar hált er úti. Handar- og ökklabrot og höfuðhögg hafa verið alltof algeng í vetur vegna þessa. Hlauparar eru á meðal þeirra sem er hætt við að hrasa í hálkunni. Við hvetjum þá til að huga vel að skóbúnaði sínum. Nota mannbrodda eða láta negla skó sína. Mannbrodda er hægt að fá víða. Það borgar sig að vanda val þeirra og nota brodda sem eru ætlaðir fyrir hlaup þar sem broddarnir sjálfir eru nettari og ná betra gripi.