Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin miðvikudaginn, 7. febrúar. Þetta er í níunda sinn sem ráðstefnan er haldin en hún hefur öðlast sess sem einn mikilvægast umræðuvettvangur um öryggis- og forvarnarmál í fyrirtækjum hér á landi. Á ráðstefnunni eru fyrirtæki verðlaunuð fyrir framlag þeirra til öryggismenningar.

Yfirskrift ráðstefnunnar í þetta sinn er Öryggismál – erum við að ná árangri? Á meðal fyrirlesara eru Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins, Halldór Halldórsson öryggisstjóri Landsnets, Ágústa Ýr Sveinsdóttir öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.

Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis. Skráðu þig hér