Þessa dagana hefjast skólar landsins að nýju eftir sumarfrí. Umferð í þéttbýli þyngist í kjölfarið ásamt því að gangandi og hjólandi vegfarendum fjölgar í nánd við skóla. Nauðsynlegt er að allir séu meðvitaðir um þessar breytingar. Ökumenn gefi sér tíma til að aka rólega nærri skólum og taki sérstaklega tillit til þeirra sem þurfa yfir götur að fara.

Mikilvægt er að foreldar fari m.a. yfir eftirfarandi atriði með börnum sínum:

  • Öruggustu leiðina, sem er ekki endilega sú stysta
  • Öryggi þar sem labba þarf yfir götu eða bílastæði
  • Hjálmanotkun á hjólum og vespum
  • Að þau virði umferðarlög, ekki síst þau sem eru á vespum
  • Mikilvægi endurskins