Kortatryggingar Sparisjóðanna
Fá tilboðVÍS hefur umsjón með ferðatryggingum kreditkorta sem gefin eru út af Sparisjóðunum.
Tryggingar kreditkorta eru mismunandi eftir tegundum og því mikilvægt að skoða yfirlitstöflu hér að neðan en þar má sjá upplýsingar um vátryggingarfjárhæðir, vernd og gildistíma tryggingar.
Þarf að greiða ferðina með kortinu til að trygging gildi?
Ferðir erlendis:
- Nei.
Ferðir innanlands:
- Já.
- Annað hvort með því að helmingur ferðakostnaðar sé greiddur með kortinu, nýttar séu raðgreiðslur eða gistirými sé bókað fyrirfram og kortanúmer gefið upp til greiðslu. Nauðsynlegt er að ganga frá kaupum og/eða bókunum áður en lagt er af stað í ferðina frá heimili vátryggðs.
Ef ég er á ferðalagi lengur en sem nemur gildistíma tryggingar hvað get ég gert?
- Hægt er að kaupa framlengingu á gildistíma tryggingar á meðan á ferðalagi stendur. Framlengingin nemur upphaflegum gildistíma en aðeins er hægt að framlengja einu sinni fyrir hverja ferð. Dæmi: Hægt er að framlengja gildistími tryggingar sem er 60 dagar í 120 daga.
Innifalið
Valkvæðar viðbætur
Neyðarþjónusta um heim allan
Ef alvarlegt slys eða veikindi verða erlendis skal hafa samband við SOS International neyðarþjónustuna í síma +(45) 70 10 5050. Þar er vakt allan sólarhringinn og getur sérþjálfað starfsfólk veitt aðstoð og þjónustu við að útvega lækni, sjúkrahúsavist, heimflutning og annað ef slys eða veikindi ber að höndum á ferðalagi.
Skilmálar og nánari upplýsingar
-
pdf Yfirlitstafla fyrir kort Sparisjóðanna (38 Kb) -
pdf Silfurkort með fríðindum Sparisjóðanna (GT31) (390 Kb) -
pdf Silfurkort, KEA kort og námsmannakort Sparisjóðanna (GT30) (359 Kb) -
pdf VISA Gullkort Sparisjóðanna(GT32) (388 Kb) -
pdf VISA Gullviðskiptakort Sparisjóðanna (GT33) (439 Kb) -
pdf VISA Platinum / Platinum viðskiptakort Sparisjóðanna(GT34) (449 Kb)