Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 25.09.2020

Stuðla að sjálfbærri upp­bygg­ing­u

Vilja­yf­ir­lýs­ing um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar var undirrituð í dag.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu, Þórey S. Þórð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri LL, og Katrín Júlí­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFF, við undirritunina í dag.

Í dag und­ir­rit­uðu Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði Vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar. For­sæt­is­ráðu­neyt­ið, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) og Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða (LL) unnu að mót­un henn­ar í víð­tæku sam­ráði við full­trúa helstu að­ila á fjár­mála­mark­aði.

Við hjá VÍS erum stolt af því að taka þátt í þessu framtaki enda viljum við hafa sjálfbærni að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Æðstu stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóða, banka, spari­sjóða, inn­lána­stofn­ana, vá­trygg­inga­fé­laga og fjár­fest­ing­ar­sjóða und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ing­una ra­f­rænt. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra und­ir­rit­aði hana fyr­ir hönd ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar á rík­is­stjórn­ar­fundi í Ráð­herra­bú­stað­n­um í dag. 

Einstakt framtak

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in er ein­stakt fram­tak á for­dæma­laus­um tím­um. Víð­tæk áhrif COVID-19 und­ir­strika mik­il­vægi þess að hafa sjálf­bærni sem leiðarljós í því upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að fjár­magn­ið sé mik­il­vægt hreyfiafl í mót­un at­vinnu­lífs og at­vinnu­sköp­un­ar. Með því að nýta fjár­magn á markvissan hátt er hægt að við­halda sjálf­bærri þró­un, efla sam­keppn­is­hæfni þjóða og fram­tíð kom­andi kyn­slóða. 

„Sam­fé­lags­lega ábyrg hugs­un og sjálf­bær þró­un er rauð­ur þráð­ur í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við vilj­um að stjórn­völd, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á sam­fé­lag­ið. Til þess þarf að inn­leiða sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð í all­an rekst­ur. Sú hug­mynda­fræði mun skapa ný tæki­færi og verða afl­gjafi marg­hátt­aðra fram­fara" sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra.

Frá undirrituninni í ráðherrabústaðnum í dag.