Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 20.08.2019

Tökum fullt tillit

Nú þegar skólar byrja á ný eftir sumarfrí er mikilvægt að ökumenn aki með gát nærri skólum og taki fullt tillit til þeirra fjölmörgu barna sem þar eru á ferð. Sum hver eru nýliðar og ekki endilega með allar reglurnar á tæru á meðan önnur eru orðin veraldarvön og finnst þau ekki endilega þurfa að fara eftir öllum reglunum eða eru einfaldlega allt annars hugar með tónlist í eyra.

Tökum tillit meðal annars með því að:

  • Virða hámarkshraða
  • Stoppa fyrir þeim sem ætla yfir götu
  • Gera ráð fyrir óvæntum ákvörðunum barna
  • Ef verið er að skutla barni í skólann, hleypa barninu þá út á þar til gerðu stæði ef það er til staðar, en annars gangstéttarmegin.

Á síðasta ári slösuðust um 20 börn sem gangandi vegfarendur samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. VÍS hvetur ökumenn til að vera með alla athygli við aksturinn og gefa sér rúman tíma í aksturinn.