Valmynd Loka

Laus störf

VIÐ VITUM HVAÐ FÓLKIÐ OKKAR SKIPTIR MIKLU MÁLI

Einkenni VÍS-ara er kraftur og vilji til að tileinka sér nýjungar, gera sífellt betur og ná árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við berum umhyggju fyrir viðskiptavinum okkar og hvert öðru og höfum einlægan áhuga á hagsmunum annarra.  Hjá VÍS snúast tryggingar um fólk og við setjum hjartað í allt sem við gerum.

Hér má finna almenna starfsumsókn hjá VÍSSækja um laus störf hjá VÍS  

Vefstjórn og stafræn verkefni

Við hjá VÍS ætlum að veita viðskiptavinum okkar bestu tryggingaþjónustu sem völ er á. Framfarir í stafrænni tækni eru lykillinn að einfaldari og betri þjónustu og þar ætlum við að vera í fararbroddi. Við leitum að árangursdrifnum og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í stafrænni vegferð félagsins.

Viðkomandi verður vörustjóri vis.is og mun starfa með þéttu teymi Stafrænna verkefna sem er ný deild innan VÍS. Viðkomandi mun í teymisvinnu vinna að nýjum lausnum í rafrænni þjónustu þar sem vefurinn mun leika stórt hlutverk. Leitað er að ábyrgum aðila sem hefur metnað til starfsins og fylgist vel með því nýjasta sem er að gerast í stafrænum lausnum á markaði.

Helstu verkefni:

 • Ábyrg á vefmálum og þjónustuþáttum á vis.is
 • Umsjón með stafrænum þróunarverkefnum á vis.is
 • Þátttaka í innleiðingu stafrænna lausna í samvinnu við önnur svið
 • Greining á þörfum viðskiptavina
 • Umsjón með mælikvörðum vefmála

 Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af vefumsjón og verkefnastjórn.
 • Reynsla af verkefnum sem tengjast innleiðingu stafrænna lausna.
 • Brennandi áhugi á vefmálum og á notendavænni þjónustu
 • Þekking á notkun mælikvarða.
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

 Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember. Nánari upplýsingar um starfið má finna á radum.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Ráðum, www.radum.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum ráðningastofu agla@radum.is 

 

VÍS er þjónustufyrirtæki með þjónustuskrifstofur víðsvegar um landið. Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks og viðskiptavina lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni.

 

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband