Valmynd Loka

Laus störf

VIÐ VITUM HVAÐ FÓLKIÐ OKKAR SKIPTIR MIKLU MÁLI

Einkenni VÍS-ara er kraftur og vilji til að tileinka sér nýjungar, gera sífellt betur og ná árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við berum umhyggju fyrir viðskiptavinum okkar og hvert öðru og höfum einlægan áhuga á hagsmunum annarra.  Hjá VÍS snúast tryggingar um fólk og við setjum hjartað í allt sem við gerum.

 

Viðskiptastjóri í fyrirtækjaþjónustu

Viðskiptastjóri veitir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði, byggir upp og viðheldur langtíma viðskipta- samböndum.

Viðskiptastjóri veitir faglega tryggingaráðgjöf í samræmi við þarfir hvers fyrirtækis, sinnir tilboðsgerð og sölu vátrygginga ásamt því að vinna með viðskiptavinum að forvarna- og öryggismálum. Viðkomandi þarf að hafa mikinn áhuga á rekstri fyrirtækja og skilning á atvinnulífinu. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Mikill áhugi á rekstri fyrirtækja og atvinnulífinu
 • Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð
 • Reynsla af störfum á fyrirtækjamarkaði
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og rík þjónustulund

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. 
Nánari upplýsingar veitir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum agla@radum.is
Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is 


VÍS óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í tjónaskoðunarstöð félagsins.

Helstu verkefni:

 • Kaup og sala á ökutækjum sem lent hafa í tjóni
 • Reikninga- og afsalsgerð
 • Uppsetning útboðs og vinna við söluferli eftir útboð
 • Móttaka bíla og umsjón með flutningum á bílum
 • Dagleg umhirða á sal tjónaskoðunar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Góð almenn tölvuþekking
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
 • Þekking á umsýslu og sölu ökutækja
 • Áhugi á ökutækjum

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. 
Nánari upplýsingar veitir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum agla@radum.is
Ath. Um endurbirtingu á auglýsingu er að ræða. Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is 


 

VÍS óskar eftir að ráða matráð til starfa í höfuðstöðvar sínar í Ármúla.

Fyrirtækið leggur mikið upp úr heilsusamlegu mataræði og hollustuháttum fyrir starfsfólk sitt og gerir kröfur til matráðs um áhuga og ástríðu fyrir matargerð. Kostur ef viðkomandi starfsmaður er sérfræðingur í heilsu- og grænmetisréttum. Daglega er um að ræða öll almenn störf við matreiðslu, umsjón með salatbar, framreiðslu hádegisverðar, frágang o.fl.

Matráður starfar með matreiðslumeistara og þarf jafnframt að geta leyst hann af í fríum.

 • Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, ríka þjónustulund og hafa ánægju af samskiptum.
 • Menntun- og starfsreynsla á sviði matreiðslu er skilyrði.
 • Vinnutími er daglega frá kl. 8:00 til kl. 15:00
 • Um 130 manns eru að jafnaði í mat á hverjum degi.

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. 
Nánari upplýsingar veittar hjá Ráðum ráðningarstofu radum@radum.is
Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is


 

VÍS vill ráða þjónusturáðgjafa á skrifstofu sína í Reykjanesbæ.

Í starfinu felst m.a. ráðgjöf um tryggingavernd og sala trygginga, ráðgjöf og umsýsla vegna tjóna og innheimtu og almenn ráðgjöf til viðskiptavina.

 • Leitað er að starfsmanni sem hefur ástríðu og metnað fyrir því að veita úrvals þjónustu og hefur gaman af samskiptum.
 • Reynsla af skrifstofustörfum og stúdentspróf er skilyrði, háskólamenntun er kostur.
 • Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu, getu til að vinna sjálfstætt og viðhafa fagmennsku og skipulagni í vinnubrögðum.
 • Vinnutími er frá kl. 8:30 - 16:30.

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.
Nánari upplýsingar veitir Agla Sigr. Björnsdóttir hjá Ráðum agla@radum.is
Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is


 

VÍS óskar eftir að ráða tjónaskoðunarmann á sviði eignatjóna.

Helstu verkefni:

 • Tjónaskoðanir, tjónamat og uppgjör eignatjóna
 • Umsjón og eftirlit með vinnu verktaka
 • Samskipti við viðskiptavini

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Gerð er krafa um stúdentspróf og starfsréttindi í iðngrein byggingariðnaðar eða háskólamenntun í byggingafræði eða sambærilegu
 • Góð almenn tölvufærni
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. 
Nánari upplýsingar veitir Agla Sigr. Björnsdóttir hjá Ráðum ráðningarstofu agla@radum.is
Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is


VÍS óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í tjónaþjónustu

 • Þjónustufulltrúi í tjónaþjónustu veitir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sem hafa lent í tjóni. Hann tekur á móti viðskiptavinum, hefur samskipti í síma, netspjalli og tölvupósti.
 • Tekur á móti tjónstilkynningum, skráir og meðhöndlar tjón, tekur ákvarðanir um bótaskyldu og upplýsir viðskiptavini um næstu skref.
 • Starfið er fjölbreytt og krefjandi og hentar einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir þjónustu.

  Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
  Umsóknarfrestur er til og með 11. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Agla Sigr. Björnsdóttir hjá Ráðum ráðningarstofu agla@radum.is
  Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is

 

 

Hér má finna almenna starfsumsókn hjá VÍSSækja um laus störf hjá VÍS  

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um. 

VÍS er þjónustufyrirtæki með þjónustuskrifstofur víðsvegar um landið. Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks og viðskiptavina lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni.

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband