Hoppa yfir valmynd

Ökuvísir

Ökuvísir er byltingarkennd nýjungunderlineí ökutækjatryggingum. Ökuvísir er app sem inniheldur lögboðna ábyrgðartryggingu og bílrúðutryggingu og þú getur einnig bætt við kaskótryggingu.

Þú stjórnar verðinu, því betur sem þú keyrir, því minna borgar þú.

Þú getur keypt Ökuvísi strax í appinu sjálfu eða prófað í 14 daga, án þess að kaupa trygginguna.

Þú stjórnar verðinu

Í lok hvers mánaðar borgar þú eftir því hvaða aksturseinkunn þú færð. Verðið lækkar enn frekar með því að keyra undir 500 km í mánuðinum. Verðið er gagnsætt og býðst öllum sama verðið.

Þú getur séð í reiknivélinni hvaða verð þú gætir fengið fyrir góðan akstur. Þú getur prófað Ökuvísi áður en þú ákveður þig til þess að sjá hvaða aksturseinkunn þú færð og hversu mikið þú keyrir.

Sjá verðið
Þú stjórnar verðinu

Hvernig virkar Ökuvísir?

Ef þú vilt vita hvernig Ökuvísir virkar er best að prófa appið. Þú getur prófað í 14 daga, án skuldbindinga, áður en þú ákveður að koma í Ökuvísi. Ökuvísir er bæði app og lítill kubbur sem þú notar til þess að tryggja bílinn þinn þar sem verðlaunað er fyrir góðan akstur. Ökuvísir mælir aksturslagið þitt og gefur þér aksturseinkunn sem byggir á:

  • Hraða
  • Hröðun
  • Hraða í beygjum
  • Hemlun
  • Símanotkun undir stýri.
Hvernig tengi ég kubbinn?
Hvernig virkar Ökuvísir?

Öruggur akstur marg­borgar sig

Ökuvísir stuðlar að bættri umferðarmenningu og fækkar slysum í umferðinni. Þeir viðskiptavinir okkar sem tryggja bílana sína með Ökuvísi lenda síður í slysum en aðrir viðskiptavinir.

Við viljum að viðskiptavinir okkar njóti góðs af þessum góða árangri. Öruggur akstur margborgar sig.

Þú getur prófað Ökuvísi í fjórtán daga án þess að kaupa trygginguna og þannig fengið vísbendingu um aksturseinkunn þína. Skoðaðu hvað tryggingin kostar miðað við mismunandi aksturseinkunn.

Sjá verð
 Öruggur akstur margborgar sig

Ertu besti ökumað­urinn í hópnum?

Í Ökuvísi getur þú skorað á vini og vandamenn í keppni þar sem þið getið borið saman aksturseinkunn ykkar á stigatöflu. Það er ekki krafa um að tryggja bílinn í Ökuvísi til þess að taka þátt. Þannig að það er um að gera að skora á fólk í keppni.

Hvernig bý ég til keppni?

  1. Náðu í Ökuvísi í símann þinn.
  2. Farðu í „Stigatöflur“ og veldu „Búa til stigatöflu“.
  3. Sendu kóðann á þátttakendur í keppninni.
  4. Keyrðu vel.
Sækja fyrir iPhoneSækja fyrir Android
Ertu besti ökumaðurinn í hópnum?

Viltu vita meira?

Spurt og svarað um Ökuvísi

Hvað viltu vita? Hérna getur þú séð svör við mörgum spurningum um Ökuvísi.

Lesa meira

Persónuverndarstefna Ökuvísis

Við tryggjum að öll vinnsla persónulegra upplýsinga sé eins vönduð og kostur er. Allar persónuupplýsingar í Ökuvísi eru dulkóðaðar.

Lesa meira

Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækis

Skyldutrygging fyrir öll ökutæki. Öll getum við lent í því að valda óvart tjóni í umferðinni. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.

Lesa meira

Kaskótrygging

Einfaldlega betra kaskó! Kaskótrygging bætir tjón á ökutæki þínu vegna áreksturs sem þú eða ökumaður á þínum vegum er valdur að.

Lesa meira

Umsagnir viðskiptavina

Mæli með fyrir þá sem eiga fleiri en einn bíl

Algjör snilld strax búinn að spara mér pening. Mæli mikið með fyrir þá sem eiga fleiri en 1 bíl.

starstarstarstarstar

Breytt aksturshegðun

Gaman að sjá hvernig maður keyrir og að vanda sig betur útaf því, gott að geta breytt aksturshegðun sinni.

starstarstarstarstar

Heldur manni á tánum

Auðvelt í notkun og heldur manni á tánum.

starstarstarstarstar

Mjög ánægð

Er mjög ánægð með að geta lækkað reikninginn með því að keyra á löglegum hraða og vera vakandi í umferðinni :)

starstarstarstarstar

Frábært framtak

Frábært framtak til að lækka gjöld hjá þeim sem keyra varlega.

starstarstarstarstar

Aukið umferðaröryggi

Þetta eykur öryggi í umferðinni og ég sjálf vanda mig betur við akstur.

starstarstarstarstar

Auðvelt að tileinka sér

Virkar allt eins og það á að gera. Auðvelt að tileinka sér og lækkar reikninginn.

starstarstarstarstar

Stjórnar verðinu

Get stjórnað verðinu sjálf.

starstarstarstarstar

Lægra verð

Sanngjarnt, lægra verð fyrir ábyrga ökuhæfni

starstarstarstarstar

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að kynna sér skilmálana vel og átta sig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar

Eru fleiri en þú að keyra bílinn?

Ef einhver annar en þú keyrir bílinn þinn þá hefur það áhrif á aksturseinkunn bílsins og þ.a.l. hvað þú borgar á mánuði. Þess vegna er best að bjóða þeim sem keyra bílinn þinn að ná í Ökuvísis appið og bæta þeim við sem ökumenn á bílnum í appinu. Þá geta allir séð aksturseinkunnina sína.

Ökumenn bílsins geta ekki séð einkunn hvors annars eða hvert var keyrt. Ökuvísir passar upp á persónuverndina.

Ökuvísir er frábær lausn ef maki eða unga fólkið á heimilinu er mikið á bílnum.

Sækja fyrir iPhoneSækja fyrir Android
Eru fleiri en þú að keyra bílinn?

Fylgist þið með ferð­unum mínum?

Nei, starfsfólkið okkar hefur ekki aðgang að persónugreinanlegum staðsetningarupplýsingum enda kemur okkur ekki við hvert þú keyrir.

Upplýsingar úr Ökuvísi eru ekki notaðar í tjónamálum.

Persónuverndarstefna Ökuvísis
Fylgist þið með ferðunum mínum?

Ef þú ert með Ökuvísi

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText