Valmynd Loka

Samfélagsábyrgð - Umhverfi

Umhverfi 

VÍS leggur áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins í lágmarki og stuðla að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í tengslum við alla starfsmenn og þjónustuaðila sem starfa fyrir félagið. 

Til að framfylgja þessu skal gera eftirfarandi:

  • Félagið starfar eftir samgöngustefnu sem stuðlar að minni mengun og bættu umferðaröryggi með því að draga úr fjölda ökutækja í umferðinni. Markmið stefnunnar er að auka vistvænar og hagkvæmar samgöngur starsmanna og með samgöngusamningum leggur VÍS sitt að mörkum til þess að fjölga starfsmönnum sem kjósa annan ferðamáta en einkabíl til og frá vinnu. 
  • Förgun úrgangs í kjölfar tjóna skal vera á sem umhverfisvænstan máta.
  • Allt sorp hjá VÍS er flokkað eftir fremsta megni hvort sem það er á kaffistofum starfsmanna eða í mötuneyti í Ármúla. Flokkunartunnur og leiðbeiningar sem flokkun eru til staðar en engar hefðbundnar ruslafötur eru lengur í notkun.
  • Starfsmenn eru virkjaðir í umhverfismálum með hópi sem kallaður er Græni herinn. Í hópnum eru starfsmenn sem hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. Græni herinn vinnur markvisst að því að gera VÍS eins umhverfisvænt fyrirtæki og kostur er.
  • Stefnt er að því að minnka notkun pappírs í starfsemi VÍS og aukinni sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu.

 

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband