Samfélagsábyrgð - Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar VÍS
Vátryggingafélag Íslands (VÍS) skiptir við fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga. Mikið er lagt upp úr góðu samstarfi við þá með sanngirni og jafnræði að leiðarljósi, öllum til hagsbóta.
VÍS tekur tillit til umhverfis- og samfélagsstefnu í viðskiptum sínum og leggur áherslu á að umhverfis- og öryggismál séu í lagi.
Viðsemjendur VÍS sem veita viðskiptavinum félagsins einhvers konar þjónustu skulu fullnægja ákvæðum laga og reglugerða er varða starfsemi þeirra. Til dæmis um umhverfis- og öryggisþætti sem og kröfum Vinnueftirlitsins og annarra opinberra stofnana sem hlut eiga að máli. Þetta felur meðal annars í sér að þeir sem starfa fyrir hönd VÍS noti viðeigandi öryggisbúnað og tryggi öryggi sitt og umhverfi eins og best verður á kosið hverju sinni. Hér má finna Öryggis- og þjónustuhandbók VÍS á PDF formi (stærð 177 KB).