Samfélagssjóður

Til að styðja enn frekar við eitt af hlut­verk­um VÍS, sem er að stuðla að ör­yggi í sam­fé­lag­inu með öfl­ug­um for­vörn­um, hefur áherslum í út­hlut­un styrkja úr Sam­fé­lags­sjóði VÍS verið breytt.  

Í úthlutunum verður áhersla lögð á verkefni sem snúa að forvörnum.  

Búið er að úthluta styrkjum fyrir árið 2018.

Næsta úthlutun er 18. janúar 2019 og þurfa umsóknir að berast eigi síðar en 7. janúar á netfangið styrkur@vis.is

Um­sókn­um þarf að fylgja:

 • Upplýsingar um nafn, heimilisfang, kennitölu, síma og netfang þess sem sækir um og tengilið verkefnis, ef við á.
 • Greinargóð lýsing á verkefninu eða viðfangsefninu og markmiðum þess.
 • Upphæð sem sótt er um.

Sam­fé­lags­sjóður VÍS styrk­ir ekki:

 • Einstaklinga, nemendur, fyrirtæki, íþróttafélög og önnur félagasamtök til náms eða ferðalaga, hvort heldur sem er innanlands eða erlendis.
 • Íþróttafélög með beinum rekstrarstyrkjum. Styrkbeiðnir verða að snúa að forvarnaverkefnum.
 • Trúfélög, kosningaherferðir nemenda eða stjórnmálaflokka.
 • Verkefni á grundvelli persónulegra hagsmuna eða viðskiptatengsla.
 • Beiðnir um aug­lýs­ing­ar eða styrkt­ar­lín­ur í blöð og tíma­rit skulu að ber­ast á auglysingar@vis.is

   

Öllum um­sókn­um verður svarað þegar tek­in hef­ur verið afstaða til þeirra.  Sýna verður fram á tilurð verkefnis til að styrkur sé greiddur út og senda inn reikning til  VÍS þar sem kemur fram nafn, kennitala, banka- og reikningsnúmer.

 Í júní úthlutun 2018 fengu eftirtalin verkefni styrk: 

 • Björgunarbúnaður með staðsetningu í Landmannalaugum - Björgunarsveitir á Suðvesturlandi
 • Farþegahjól fyrir eldri borgara á hjúkrunar- og dvalarheimili Bolungarvíkur - Sjálfboðaliðasamtökin Heilsubærinn
 • Hjartastuðtæki - Sérhæfður vettvangshópur í Rangárvallasýslu
 • Mannbroddar - Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
 • Teiknimynd um eldvarnir fyrir 3. bekkjarfræðslu - Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna
 • Fræðsluefni um gróðurelda - Landssamband sumarhúsaeigenda
 • Umhverfisdagur – Ungmennafélagið Fjölnir
 • Heimasíða fyrir einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi – Berglind Baldursdóttir
 • Endurlífgunardúkka fyrir starfsfólk fæðingardeildar LSH – Líf styrktarfélag
Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband

Við vilj­um heyra frá þér

bell

Getum við aðstoðað?

Sendu okk­ur fyr­ir­spurn, ábend­ingu, hrós eða kvört­un. Hafðu sam­band og við leys­um málið.

chat

Netspjallið

Góð leið til að fá þjón­ustu hratt og ör­ugg­lega. Þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar svara frá 9.00 til 16.00 alla virka daga.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Þjón­ustu­skrif­stof­ur VÍS er að finna víða um land. Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér.

Sjá þjónustuskrifstofur