Valmynd Loka

Reglufylgni

Reglufylgni

Við stjórn VÍS er fylgt lögum, samþykktum, starfsreglum stjórnar og góða stjórnarhætti. Stjórnin víkur þó frá leiðbeiningunum að því leyti að hún hefur ekki skipað sérstaka tilnefningarnefnd. 

Stjórnkerfi VÍS
Stjórnkerfi VÍS tekur mið af lögum um hlutafélög með þeim skyldum sem lagðar eru á vátryggingarfélög samkvæmt sérlögum. Hér má finna skipurit félagsins.   

Eignarhald VÍS
Hlutafé félagsins er skráð í Kauphöll Íslands og er í eigu um 1.400 hluthafa (sept. 2013). Stærsti hluthafinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna með tæplega 10 % hlut. Aðrir hluthafar eiga innan við 7% hver (nóv. 2014).  

Hlutverk og gildi VÍS
Á fundi stjórnar félagsins 1. mars 2012, var samþykkt ný stefna um hlutverk, gildi og framtíðarsýn VÍS. 

VÍS er traust, leiðandi og framsækið þjónustufyrirtæki sem veitir viðskiptavinum viðeigandi vátryggingavernd og stuðlar að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum.  

Gildi VÍS eru umhyggja, fagmennska og árangur, og með þessi gildi að leiðarljósi er unnið að lykilverkefnum sem stefna félagsins byggir á.  

Út frá stefnu félagsins um hlutverk gildi og framtíðarsýn frá 1. mars 2012 stefnir VÍS á næstu fimm árum að verða það tryggingafélag sem aðrir líta til sem fyrirmyndar á öllum sviðum; í rekstri, í ánægju viðskiptavina, í rafrænni þjónustu og í árangursríku forvarnarstarfi. Jafnframt því viljum við gera góðan vinnustað framúrskarandi. 

Á fundi stjórnar félagsins 22. janúar 2013 var stefna félagsins þróuð enn frekar. Lykiláherslum út frá gildum VÍS sem stefnan byggir á til næstu ára var breytt og eru nú: 

  • Framúrskarandi þjónusta og forvarnir
  • Sækjum og ræktum mikilvæg viðskiptasambönd
  • Einfaldleiki að leiðarljósi
  • Arðsamur rekstur
  • Öflug liðsheild 

Hluthafafundur
Hluthafafundur fer með æðsta vald í málefnum VÍS í samræmi við lög og samþykktir félagsins, en þar fara hluthafar með ákvörðunarvald sitt í málefnum félagsins. Aðalfund VÍS skal halda fyrir lok marsmánaðar ár hvert þar sem tekin eru fyrir mál sem lög og samþykktir félagsins kveða á um. Á aðalfundi er kosin stjórn og varastjórn félagsins, lagður fram endurskoðaður ársreikningur fyrir liðið ár og ákvörðun tekin um ráðstöfun hagnaðar eða taps félagsins. Hér má finna fundargerðir aðalfundar VÍS. 

Samþykktir
Samþykktir eru hluti af stofnskjölum hlutafélaga. Tilteknar ákvarðanir hluthafafundar skal taka upp í samþykktir hlutafélaga. Samþykktir VÍS geyma m.a. reglur um tilgang félagsins, hlutafé, hluthafafundi, stjórn, ársreikninga og endurskoðun.  

Stjórn
Ríkar kröfur eru gerðar til hæfis stjórnarmanna vátryggingafélaga sem þurfa að gangast undir sérstakt hæfismat Fjármálaeftirlitsins. Stjórnin uppfyllir skilyrði hlutafélagalaga um kynjakvóta sem tóku gildi 1. september 2013. 

Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda með þeim takmörkunum sem leiða af lögum, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Stjórnarformaður hefur tilteknum hlutverkum að gegna sem mælt er fyrir um í starfsreglum stjórnar VÍS og gert er ráð fyrir að hann sinni þegar tekið er mið af áðurnefndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. 

Undirnefndir stjórnar
Stjórn hefur skipað tvær undirnefndir stjórnar, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Samkvæmt lögum um ársreikninga skal vera skipuð endurskoðunarnefnd hjá vátryggingafélögum. Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja mæla með því að starfskjaranefnd sé einnig skipuð. 

Endurskoðunarnefnd
Hlutverk endurskoðunarnefndar er að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, áhættugreiningu og virkni innra eftirlits. Hún á að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga félagsins og óhæði endurskoðenda þess. Starfsreglur endurskoðunarnefndar má finna á heimasíðu VÍS. Endurskoðunarnefnd starfar á ábyrgð stjórnar félagsins. 

Starfskjaranefnd
Hlutverk starfskjaranefndar er í meginatriðum að gera tillögu að starfskjarastefnu félagsins og fylgjast með að henni sé framfylgt. Tryggja að laun og önnur starfskjör séu í samræmi við lög og góða stjórnarhætti með hag félagsins og starfsmanna að leiðarljósi. Starfskjaranefnd skal taka sjálfstæða afstöðu til áhrifa launa á áhættutöku og áhættustýringu félagsins í samráði við endurskoðunarnefnd félagsins.   

Forstjóri
Forstjóri er Helgi Bjarnason. Forstjóri er ráðinn af stjórn og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins samkvæmt stefnu og ákvörðun stjórnar. Forstjóri ber ábyrgð á að greina, mæla, fylgjast með og hafa eftirlit með áhættu sem starfsemi félagsins fylgja. Honum ber að viðhalda skipuriti sem skýrt tilgreinir ábyrgðarsvið, heimildir starfsmanna og boðleiðir. Lagarammi vátryggingafélaga gerir einnig kröfur um hæfi forstjóra vátryggingafélags en hann þarf að gangast undir sérstakt hæfismat Fjármálaeftirlitsins. Forstjóri VÍS hefur staðist það hæfismat.  

Framkvæmdastjórn VÍS er skipuð forstjóra og framkvæmdastjórum þeirra sex sviða sem félagið skiptist í. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á vátryggingarekstri félagsins og því sem honum tengist.    

Hjá VÍS starfar fjárfestingaráð sem skipað er forstjóra, framkvæmdastjóra fjármálasviðs og forstöðumanni fjárfestinga. Fjárfestingaráð byggir á grundvelli innri reglna félagsins þegar taka þarf viðamiklar ákvarðanir um fjárfestingar VÍS.  

Á skrifstofu forstjóra er unnið að áhættustýringu, lögfræðiráðgjöf og fjárfestingum undir stjórn forstöðumanna þessara eininga. Forstöðumenn heyra undir forstjóra VÍS. 

Áhættustýring
Innan VÍS er virk áhættustýring til að stýra rekstrartengdri áhættu sem félagið býr við. Þessir þættir eru vaxtaáhætta, gengisáhætta, verðáhætta markaðsverðbréfa, útlánaáhætta, lausafjáráhætta og vátryggingaáhætta. Unnið er að innleiðingu samhæfðrar áhættustýringar í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga. Þá vinnur stýrihópur að undirbúningi fyrir væntanlega nýja löggjöf um vátryggingastarfsemi, svokölluð „Solvency II“ tilskipun.  

Lögmæltar innri reglur, siðasáttmáli og stefna um samfélagslega ábyrgð. Árið 2012 voru í gildi eftirfarandi innri reglur sem settar hafa verið af stjórn félagsins og staðfestar af Fjármálaeftirlitinu sbr. lög um vátryggingastarfsemi. Þær eru um fjárfestingastarfsemi, almennar lánareglur, reglur um innra eftirlit, reglur um innri endurskoðun, reglur um viðskipti við tengda aðila og reglur um fasteignafjárfestingar. 

Stjórn hefur einnig sett reglur um viðskipti félagsins, stjórnar þess og starfsmanna með fjármálagerninga. Regluvörður, hefur eftirlit með því að reglum um þessi viðskipti sé fylgt. 

Stjórn VÍS staðfesti þann 26. febrúar 2013 siðareglur. Þær byggja á hugmyndum starfsmanna félagsins um hvernig þeim beri að haga störfum sínum og lýsa þannig viðhorfum þeirra og væntingum til starfseminnar.  

Stjórn VÍS staðfesti þann 26. febrúar 2013 stefnu um samfélagslega ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð VÍS byggir á sex meginstoðum: forvörnum, samstarfsaðilum, stjórnarháttum, mannauði, umhverfi og samfélagi. Út frá þeim hlúir VÍS að forvörnum, umhverfis- og öryggismálum, góðum stjórnarháttum, jafnrétti, líknarmálum, menningar- og íþróttamálum.  

Árangursmat stjórnar
Stjórn félagsins hefur gert formlegt árangursmat (sjálfsmat) vegna starfa sinna á árinu 2012 sem hún leggur til grundvallar til að bæta störf stjórnar á komandi starfsári. Sérstaklega var litið til hvernig stjórn tókst að uppfylla fjárhags- og starfsáætlun sína fyrir liðið starfsár. 

Innra eftirlit og innri endurskoðun
Innra eftirlit er innbyggt í verklagsreglur félagsins. Lögð er áhersla á vel skilgreind ábyrgðarsvið, eðlilega aðgreiningu starfa ásamt reglulegri skýrslugjöf og gegnsæi í starfseminni. Rekstur innri endurskoðunardeildar er hluti af skipulagi VÍS og þáttur í eftirlitskerfi félagsins. Innri endurskoðandi er ráðinn af stjórn félagsins og starfar samkvæmt sérstöku erindisbréfi og starfslýsingu frá stjórn. Megin verkefni innri endurskoðunar er að meta hvort innra eftirlit í daglegri starfsemi sé fullnægjandi.   

Ytri endurskoðun
Í samræmi við lög um vátryggingastarfsemi og samþykktir VÍS þá er endurskoðunarfélag fyrirtækisins kosið á aðalfundi.   

Endurskoðunarfélag VÍS skal jafnan hafa aðgang að öllum bókum og skjölum félagsins en um framkvæmd vísast nánar til laga um vátryggingastarfsemi og laga um ársreikninga. Á aðalfundi VÍS 2012 var Deloitte ehf. kosið endurskoðunarfélag VÍS.  

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband