Valmynd Loka

Samfélagsábyrgð - Mannauður

Stjórnendur leggja áherslu á að VÍS sé eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólki eru falin störf við hæfi þannig að hæfileikar þess og styrkleikar fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni. Starfsmenn VÍS njóta allra helstu réttinda sem bjóðast á almennum vinnumarkaði. Félagið starfar eftir vinnuverndarstefnu og er tilgangur hennar að tryggja öryggi og góða heilsu starfsmanna.

VÍS kappkostar að sjá starfsmönnum sínum fyrir nauðsynlegum búnaði, aðstöðu og vinnuumhverfi til að tryggja að allir starfsmenn fari heim að loknu dagsverki við sömu eða betri heilsu en þegar þeir hófu störf.

Stefna VÍS er að hverju sinni sé ráðinn hæfur starfsmaður sem uppfyllir best kröfurnar sem gerðar eru til starfsins og að séð sé til þess að hann fái þjálfun við hæfi til að takast á við hlutverk sitt og verkefni.

Félagið styður starfsfólk sitt dyggilega við að afla sér menntunar og fræðslu til þess að tryggja að hver og einn hafi þá þekkingu og reynslu sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi sínu ásamt því að stuðla að starfsþróun.

Það er auk þess markmið VÍS að tryggja jafnrétti þannig að hver og einn starfsmaður sé metinn að verðleikum óháð kyni. Með virkri jafnréttisáætlun er stuðlað að því að félagið nýti sér hæfileika og færni allra starfsmanna sinna á sem bestan hátt. VÍS er aðili að jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Í því felst að VÍS skuldbindur sig siðferðislega til að vinna að jafnréttismálum, hafa frumkvæði í þeim og sýna samfélagsábyrgð.

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband