Valmynd Loka

Forstöðumaður reikningshalds og greiðsluþjónustu

Reikningshald, áætlanagerð og greiðsluþjónusta tekur örum breytingum. Við leitum að aðila til að bera ábyrgð á og stýra nýrri einingu, reikningshaldi og greiðsluþjónustu og leiða þróun og framtíðarhögun málaflokksins hjá félaginu. Forstöðumaðurinn heyrir undir framkvæmdastjóra fjárfestinga og reksturs.

Helstu verkefni

  • Stýring á daglegum rekstri einingarinnar
  • Ábyrgð á reikningshaldi og innheimtu viðskiptakrafna
  • Samræming verkferla, vinnubragða og stjórnun breytinga
  • Þjónusta við innri og ytri viðskiptavini

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og rekstri er skilyrði
  • Reynsla af breytingastjórnun er æskileg

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar. Nánari upplýsingar um störfin má finna á radum.is og vis.is. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Ráðum, radum.is. Umsókn um starf þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum ráðningarstofu agla@radum.is

Sækja um 

 

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband