Valmynd Loka

Forstöðumaður áhættustýringar

Áhættustýring er eitt af fjórum lykilstarfssviðum í starfsemi vátryggingafélaga. Forstöðumaður áhættustýringar heyrir beint undir forstjóra VÍS. Hann ber ábyrgð á að stefnu VÍS um samhæfða áhættustýringu sé framfylgt sem er grunnur að ákvarðanatöku í fjárfestingum og rekstri félagsins.

Helstu verkefni

  • Stýring á daglegum rekstri einingarinnar
  • Ábyrgð á samhæfðri áhættustýringu
  • Stýring áhættumats, gerð álagsprófa og sviðsmynda
  • Ábyrgð á gjaldþolsútreikningum
  • Eigið áhættu- og gjaldþolsmat (ORSA)
  • Umsjón með skýrsluskilum til FME

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf á sviði verkfræði, fjármála eða sambærilegt er skilyrði
  • Reynsla af áhættustýringu er skilyrði
  • Stjórnunarreynsla er kostur

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar. Nánari upplýsingar um störfin má finna á radum.is og vis.is. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Ráðum, radum.is. Umsókn um starf þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum ráðningarstofu agla@radum.is

Sækja um 

 

Fá til­boð Hafa samband
mail Hafa samband chat Netspjall
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband