lock search
lock search

Jafnréttis- og jafnlaunastefna VÍS

Tilgangur og markmið

Tilgangur og markmið jafnréttisstefnu VÍS er að stuðla að jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og aðrar kröfur sem VÍS undirgengst í jafnlaunakerfi sínu, þar með talið að greidd séu sambærileg laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að kynbundinn launamunur mælist ekki hjá félaginu.

Umfang

Stefnan nær til allra starfsmanna VÍS.

Jafnréttis- og jafnlaunastefna VÍS

VÍS leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs félagsins njóti sín sem best og er það skjalfest með stefnu þessari. Stefna VÍS er að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu. Einnig að starfsfólk hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni. VÍS skuldbindur sig til að vinna að jafnréttismálum, hafa frumkvæði í þeim og sýna þannig samfélagsábyrgð. VÍS fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. Meginmarkmið í jafnréttismálum hjá félaginu eru:

  • VÍS greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • VÍS er vinnustaður þar sem konur og karlar eiga jafna möguleika.
  • VÍS leggur áherslu á að konur og karlar njóti sömu tækifæra til starfsþjálfunar og fræðslu.
  • VÍS er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
  • VÍS er vinnustaður þar sem kynbundin- kynferðisleg áreitni, ofbeldi eða einelti líðst ekki.

Leiðir að markmiði

VÍS greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Við launaákvörðun er stuðst við starfsmatskerfi félagsins, skilgreind launaviðmið og persónubundið mat á hæfni og frammistöðu og þannig er séð til þess að starfsmönnum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis. Á þetta við um öll starfskjör og réttindi sem metin verða til fjár.

VÍS er vinnustaður þar sem konur og karlar eiga jafna möguleika

Starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að þróast í starfi, óháð kyni. Leitast er við að hafa kynjahlutfall sem jafnast og að störf flokkist ekki sem sérstök karla eða kvennastörf. Jafnréttissjónarmið eru metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við ákvarðanir um tilfærslur og framgang í starfi og sérstök áhersla er á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Þegar skipað er í vinnuhópa eða nefndir á vegum fyrirtækisins ræður fagþekking mestu um val einstaklinga en stefnt er að jöfnum hlut kvenna og karla þar sem því verður við komið. Í starfsauglýsingum eru störf almennt ókyngreind og þess gætt að þær höfði til beggja kynja.

VÍS leggur áherslu á að konur og karlar njóti sömu tækifæra til starfsþjálfunar og fræðslu

Konur og karlar njóta sömu möguleika á starfsþjálfun, sí- og endurmenntun og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum.

VÍS er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf

Starfsfólki er gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með gagnkvæmum sveigjanleika eftir því sem við verður komið og þörf er á. Sveigjanleiki getur falist í sveigjanlegum vinnutíma, hlutastarfi til skemmri eða lengri tíma, sveigjanleika um lengd og fyrirkomulag fæðingarorlofs eða annarri vinnuhagræðingu. Feður jafnt sem mæður eru hvött til að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs. VÍS hvetur til þess að gert sé ráð fyrir þátttöku maka og barna í félagslífi starfsmanna þegar það á við.

VÍS er vinnustaður þar sem kynbundin- kynferðisleg áreitni, ofbeldi eða einelti líðst ekki

Lögð er áhersla á góða líðan starfsmanna og góðan starfsanda hjá VÍS. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti hvorki kynbundinni- né, kynferðislegri áreitni, einelti kynbundnu ofbeldi eða ofbeldi af öðru tagi. Hjá VÍS er skýr farvegur í málefnum er snúa að einelti og kynferðislegri áreitni þar sem starfsfólki er gerð skýr grein fyrir boðleiðum og framvindu slíkra mála. Ef sýnt þykir að einelti, kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni eða ofbeldi hafi átt sér stað er tekið á því með formlegum hætti og getur ferlið endað með brottvísun úr starfi.

Jafnréttisáætlun

VÍS hefur sett sér jafnréttisáætlun sem er órjúfanlegur hluti Jafnréttis- og jafnlaunastefnu, sjá SS jafnréttis- og jafnlaunastefna. Í jafnréttisáætlun er sett fram leiðir að markmiðum, tímasettar aðgerðir og ábyrgð tilgreind til að fylgja þeim eftir. Með virkri jafnréttisáætlun er séð til þess að jafnræðis sé gætt milli starfsmanna þess og að kynbundinni mismunun verði útrýmt, sé hún til staðar.

Innleiðing og rýni

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á skjalfestingu, innleiðingu og framkvæmd stefnunnar ásamt því að sjá til þess að stefnan og jafnréttisáætlunin sé viðhaldið, rýnd og endurskoðuð árlega af framkvæmdastjórn. Þá ber hann einnig ábyrgð á að fram fari rýni á árangri jafnlaunakerfisins árlega og að brugðist sé við ef þarf. Allir stjórnendur VÍS skuldbinda sig til að framfylgja stefnunni og bera sameiginlega ábyrgð á að viðhalda stöðugum umbótum á öllum þáttum jafnréttis- og jafnlaunastefnunnar.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.