Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 28.04.2020

Vorboðar komnir á stjá

Enginn er betur til þess fallinn að passa upp á bifhjólamanninn en hann sjálfur. Bæði hvað varðar akstur, hjólið og sýnileika. Tölfræðin sýnir að hraði vegur einna þyngst í þeim bifhjólaslysum sem verða í umferðinni en algengustu slysin eru útafakstur og slys á gatnamótum.

Bifhjólin eru skemmtilegur vorboði. Mikilvægt er að bílstjórar séu meðvitaðir um hjólin í umferðinni og horfi því vel í kringum sig. Sérstaklega þar sem umferð skarast; eins og á gatnamótum, að- og fráreinum og þegar skipt er um akrein Meiri líkur á að ökumaðurinn sjái síður bifhjól í umferðinni en önnur ökutæki.

Enginn er samt betur til þess fallinn að passa upp á bifhjólamanninn en hann sjálfur. Bæði hvað varðar akstur, hjólið og sýnileika. Tölfræðin sýnir að hraði vegur einna þyngst í þeim bifhjólaslysum sem verða í umferðinni en algengustu slysin eru útafakstur og slys á gatnamótum.

Til að tryggja öryggi sitt er gott að dusta rykið af forvörnunum áður en brunað er út í umferðina á hjólinu:

  • Vertu viss um að hjólið sé í standi.
  • Farðu fyrstu ferð ársins um öruggt svæði.
  • Ekki lána hjólið.
  • Notaðu alltaf viðurkenndan öryggisbúnað.
  • Tryggðu sýnileika.
  • Virtu umferðarlög og þá sér í lagi hámarkshraða.
  • Athugaðu að ástand vega getur verið mismunandi.
  • Vertu viss um að aðrir ökumenn viti af þér og sjái þig.
  • Líttu tvisvar þar sem umferð skarast.
  • Vertu vakandi fyrir merkingum um hvar megi aka.

Umfram allt, aktu varlega til þess að enda á réttum áfangastað en alls ekki á ,,slysó“.