Lokum þjónustuskrifstofum okkar og tjónaskoðunarstöðinni á Smiðshöfða tímabundið

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og aukningu á COVID-19 smitum höfum við ákveðið að loka þjónustuskrifstofum okkar og tjónaskoðunarstöðinni á Smiðshöfða tímabundið frá og með föstudeginum 31. júlí. Við leggjum alla áherslu á að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar. Nú þurfum við öll að gæta okkar á meðan baráttan við kórónuveiruna stendur yfir. Með samstilltu átaki tekst okkur að hafa betur.

Við minn­um á að stærsta þjón­ustu­skrif­stof­an okk­ar er á net­inu og er opin all­an sól­ar­hring­inn. Þar er hægt að til­kynna tjón, fá yf­ir­lit yfir trygg­ing­ar og greiðslu­stöðu og breyta greiðslu­upp­lýs­ing­um. Við hvetj­um þig til þess að nýta sta­f­rænu lausn­irn­ar okk­ar, þegar þér hent­ar.

Hafðu endi­lega sam­band við okk­ur ef við get­um aðstoðað þig. Sendu okkur tölvupóst á vis@vis.is. Svo erum við til staðar á netspjallinu mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, frá kl. 09.00-16.00 og á föstudögum frá kl. 09.00-15.30. Svo er auðvitað hægt að hafa samband við okkur í síma 560-5000, á sama tíma.