Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna COVID-19 höfum við ákveðið að loka þjónustuskrifstofum okkar tímabundið og auka áherslu á þjónustu við viðskiptavini hér á vis.is. Við tökum vel á móti þér í gegnum stafrænar leiðir. Þetta gerum við með umhyggju að leiðarljósi fyrir viðskiptavinum okkar, fækka mögulegum smitleiðum og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttu við þessa miklu heilsuvá.

Þetta á við um alla landshluta og tekur gildi næstkomandi mánudag, 16. mars. Við ítrekum, að þetta eru tímabundnar ráðstafanir sem við endurmetum eftir því hvernig stöðunni fram vindur.

Fyrir þessu eru einkum tvær ástæður:

  • Öryggi viðskiptavina og starfsfólks sem eru í algjörum forgangi, nú sem fyrr. Við þurfum öll að vera meðvituð um samskipti og smitleiðir.
  • Stafrænar lausnir gera okkur kleift að þjónusta alla viðskiptavini okkar.

Viðskiptavinir okkar geta sinnt öllum helstu erindum sínum hér á vis.is, m.a. séð yfirlit yfir allar tryggingar og greiðslustöðu, tilkynnt öll tjón, komið í viðskipti, fengið staðfestingu ferðatrygginga og breytt greiðsluupplýsingum. Við erum einnig til staðar fyrir viðskiptavini okkar á netspjalli, í tölvupósti vis@vis.is og í síma 5605000. Við minnum á að alltaf er hægt að hringja í neyðarþjónustu tjóna í sama síma, 5605000.

Í ljós þess að við erum nú að fást við eina stærstu heilsuvá síðustu 100 ára erum við meðvituð um mikilvægt samfélagslegt hlutverk okkar. Þetta er tímabundið ástand og því skiptir höfuðmáli að við sem samfélag tökum höndum saman til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda viðkvæmustu hópana.

Við minnum á upplýsingasíðu um COVID-19 á www.vis.is/covid-19 -  þar má finna svör við algengum spurningum sem okkur hafa borist ásamt nytsamlegum upplýsingum um hvað við getum gert til að koma í veg fyrir smit og útbreiðslu veirunnar. Við hvetjum alla einnig til þess að fylgjast með upplýsingum frá Landlækni og Almannavörnum á www.covid.is