Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.08.2020

Tökum okkur pláss í umferðinni

Þessi átta atriði geta komið í veg fyrir að þú lendir aftan á einhverjum á aðrein.

Aftanákeyrslur eru næst algengustu ökutækjatjón VÍS. Langstærsta orsökin er sú að of lítið bil er á milli bíla, að athyglin sé ekki á réttum stað og síðast en ekki síst, of mikill hraði. Hluti þessara slysa verða þegar farið er inn á stofnbrautir frá aðreinum. Til að minnka líkur á slíkum slysum og tjónum er klókt að temja sér eftirfarandi:

  1. Hafa alla athygli við aksturinn.
  2. Nota stefnuljós.
  3. Huga að hraða.
  4. Nýta lengd aðreinar.
  5. Ef bíll er á undan, að tryggja nægilegt bil.
  6. Ekki fylgjast með umferð á stofnbraut ef bíll er á undan.  
  7. Fylgjast með umferð á stofnbraut í spegli og muna eftir ,,blinda svæðinu“.
  8. Fara inn á stofnbrautina þegar þú ert viss um að nægt pláss sé til staðar.

Þeir sem eru á stofnbrautunum ættu að leitast við að liðka fyrir umferð af aðreinum með því nýta hina svokölluðu „tannhjólaaðferð“ eða skipta um akrein þar sem þess er kostur. Rétt stilltur höfuðpúði getur síðan komið í veg fyrir háls- og bakáverka ef aftanákeyrsla verður en þá nemur hvirfill höfuðs við efri brún púðans og bil á milli púða og höfuðs er ekki meira en tveir til þrír sentimetrar.