Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |18.12.2020

Pössum upp á jólakúluna okkar

Þessi jól verða svolítið frábrugðin því sem við eigum að venjast því COVID-19 heldur áfram að hafa áhrif á tilveruna.

Við erum hvött til að búa til okkar Jólakúlu og halda okkur við hana. Þar mega bara tíu koma saman - en börn fædd 2005 og yngri og þeir sem hafa fengið COVID-19 teljast ekki með í þeirri tölu. Nánari upplýsingar má nálgast á á covid.is

Þó sóttvarnareglur breyti mörgu, pössum okkur samt á því að tapa ekki gleðinni. Hugsum vel um hvort annað og verum dugleg að hreyfa okkur utandyra. Virðum sóttvarnareglur og tryggjum öryggið á heimilinu nú þegar brunar á heimilum eru tíðastir.

Með ósk um gleði og öryggi um jólin.