Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |28.01.2020

Óvissustig vegna landriss á Reykjanesi

Vegna óvissustigs á Reykjanesi viljum við koma eftirfarandi upplýsingum um tryggingar og forvarnir á framfæri. Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir tjón á öllum brunatryggðum húseignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss og jarðskjálfta.  Tryggingin bætir einnig tjón á innbúi og öðrum innanstokksmunum ef brunatrygging er til staðar á hjá tryggingarfélagi.

Vegna óvissustigs á Reykjanesi viljum við koma eftirfarandi upplýsingum um tryggingar og forvarnir á framfæri. 

bætir tjón á öllum brunatryggðum húseignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss og jarðskjálfta.  Tryggingin bætir einnig tjón á innbúi og öðrum innanstokksmunum ef brunatrygging er til staðar á hjá tryggingarfélagi.

Við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til þess að fara vel yfir tryggingar sínar og athuga hvort þær endurspegli raunveruleg verðmæti þess sem þær eiga að tryggja.

  • F plús felur í sér brunatryggingu og þar af leiðandi bætir Náttúruhamfaratrygging Íslands tjón sem verða vegna eldgoss og jarðskjálfta.
  • Inni á undir F plús á skírteininu getur þú séð innbúsverðmæti þitt.
  • Mikilvægt er að skoða hvort skráð innbúsverðmæti endurspegli verðmæti þess. 

  • Ef verið er með lausafjártryggingu fyrir einhver verðmæti þá felur hún í sér brunatryggingu og þar af leiðandi bætir Náttúruhamfaratrygging Íslands tjón sem verða vegna eldgoss og jarðskjálfta. 

  • Brunatrygging, sem er skyldutrygging, felur í sér að Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir tjón sem verða vegna eldgoss og jarðskjálfta.
  • Ef brunabótamat endurspeglar ekki verðmæti húsnæðisins þá er hægt að kaupa .

  • Náttúruhamfaratrygging bætir ekki tjón á bílum.
  • Kaskó bætir ekki tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss.
  • Hægt er að kaupa lausafjártryggingu fyrir bíla sem bætir tjón m.a. vegna eldgoss og jarðskjálfta. Hægt er að taka hana til lengri eða skemmri tíma og bætir VÍS tjón úr henni. 

  • Í brunatryggingu vinnuvéla og kaskótryggingu vinnuvéla er hægt að bæta við tryggingu vegna eldgoss og jarðskjálfta. 

Biðjum þá sem vilja breyta tryggingum hjá sér að senda póst á vis@vis.is 

Eins hvetjum við alla til þess að gera ráðstafanir á heimilinu og vinnustaðnum. Gera allt eins öruggt og kostur er. Hægt er að finna góðar upplýsingar um það á