Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |11.11.2020

Verum undirbúin fyrir veturinn

Forvarnarfulltrúi VÍS minnir á mikilvægi þess að vera vel undirbúin fyrir veturinn. Þar skipta góð dekk öllu máli.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir er forvarnarfulltrúi VÍS.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS, var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún minnti á mikilvægi þess að vera á góðum dekkjum og vera vel undirbúinn fyrir veturinn. Verum tillitssöm í umferðinni og látum ekki stressið ná tökum á okkur. Reynum að slaka á í jólastressinu og nýtum okkar endilega vefverslanir til þess að kaupa jólagjafir.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.