Þann 4. maí næstkomandi munu reglur um samkomubann rýmka. Fjöldamörk hækkar þá úr 20 í 50 manns. Tveggja metra reglan verður áfram í gildi, enda eru smit enn að greinast í þjóðfélaginu. Við þurfum því öll að halda áfram að gæta okkar á meðan baráttan við kórónuveiruna stendur yfir.

Með öryggi viðskiptavina og starfsfólks okkar að leiðarljósi munum við því halda áfram að hafa þjónustuskrifstofur okkar lokaðar.

Viðskiptavinir okkar geta sinnt öllum helstu erindum sínum hér á vis.is, m.a. séð yfirlit yfir allar tryggingar og greiðslustöðu, tilkynnt tjón, komið í viðskipti og breytt greiðsluupplýsingum. Við erum einnig til staðar fyrir viðskiptavini okkar á netspjallinu, með tölvupósti vis@vis.is og í síma 560-5000. Við minnum á að alltaf er hægt að hringja í neyðarþjónustu tjóna í sama síma, 560-5000.