Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |08.10.2020

Góð dekk skipta öllu máli

Þar sem dekk hvers og eins ökutækis er eini snertiflötur þess við veginn er eins gott að þau séu góð.

Góð dekk eru án efa einn af mikilvægum öryggisþáttum hvers og eins ökutækis. Við hvetjum alla til þess að ganga úr skugga um að dekkin henti vel til vetraraksturs. Hvort sem þau eru heilsárs- eða vetrardekk, þá þarf mynstursdýptin að lágmarki að vera þrír millimetrar og loftþrýstingur þeirra í lagi. Svo skemmir ekki fyrir að tjöruhreinsa dekkin reglulega til þess að auka gripið.

Á góðum dekkjum eykst stöðugleiki, hemlunarvegalengd verður styttri, minni líkur á að bíllinn fljóti upp í bleytu og krapa ─ og eyðslan verður minni.

Ef þú þarft að kaupa ný dekk þá hvetjum við þig til þess til að kynna þér fríðindasíðu okkar. Þar getur þú fengið allt að 25% afslátt af dekkjum.

Merkingar vetrar- og heilsársdekkja

Merkingin sem gefur til kynna að dekkin séu heilsársdekk er M+S (mud/snow-slabb/snjór) og merkingin fyrir vetrardekkin er fjall með snjókorni í miðju. Þær er að finna á hlið dekkjanna.

Loftþrýstingur dekkja

Rangur loftþrýstingur veldur því að dekkin slitna fyrr, eyðsla eykst, hemlunarvegalengd lengist og hætta á að missa stjórn á bílnum verður meiri.