Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |03.12.2020

Eru eldvarnirnar í lagi hjá þér?

Á aðventunni eru eldvarnir heimilisins aldrei eins mikilvægar þar sem flestir brunar á heimilum landsins verða í desember.

Við hvetjum alla til að fara yfir stöðuna á sínu heimili til að vera viss um að eldvarnirnar séu í lagi. Það er ekki óskastaða neins að eldur kvikni á heimilinu.

Reykskynjarar
  • Eru virkir reykskynjarar í öllum rýmum heimilisins?
  • Eru reykskynjararnir meira en 10 ára gamlir? Ef svo er, þarf að skipta þeim út.
  • Eru 9 volta rafhlöður í reykskynjurum? Ef svo er, þá þarf að skipta um rafhlöðuna árlega. 
Slökkvitæki
  • Er slökkvitæki á sýnilegum stað nærri flóttaleið?
  • Eru meira en þrjú ár síðan tækið var yfirfarið? Ef svo er, ekki draga að láta yfirfara það. Þú vilt að það virki, ef fjölskyldan þarf að nota það.
Eldvarnateppi
  • Er eldvarnateppi á sýnilegum stað í eldhúsinu?
  • Er eldvarnateppið í hæfilegri fjarlægð frá eldavélinni?
Helstu orsakir bruna

Algengustu orsakir bruna í desember eru kerti og eldamennska. Við fögnum komu LED kerta og LED sería þar sem lítil brunahætta er af þeim.

Verum örugg yfir jólin, njótum aðventunnar og jólahátíðarinnar. Ef einhvern vantar góða hugmynd að jólagjöf þá eru öryggisvörur góð gjöf, þær sýna ást og umhyggju. Á fríðindasíðu okkar finna viðskiptavinir okkar fyrirtæki sem bjóða þeim afslátt af eldvarnarbúnaði fyrir heimilið ásamt upplýsingum um hvernig virkja á afsláttinn.