Nú þegar COVID-19 hefur greinst hér á landi höfum við tekið saman það sem gott er að vita. Það er margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mikilvægt að við leggjum okkur öll fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Við hvetjum þig því til að kynna þér upplýsingarnar.

Hvað get ég gert til verja mig?

 • Gættu að ítrasta hreinlætis.
 • Þvoðu hendur oft og vel með sápu.
Handþvottur stór.JPG
 • Forðastu að snerta augu, nef og munn með óhreinum höndum.
 • Forðast að snerta hluti sem margir koma við eins og hurðahúna og handrið.
 • Ekki heilsast með faðmlagi eða handabandi.
 • Leitastu við að halda þig í tveggja metra fjarlægð frá fólki.
 • Hóstaðu og hnerraðu í pappír eða í olnbogabót og þvoðu hendur á eftir. Notaðu spritt ef handþvottur er ekki mögulegur.
 • Forðastu samskipti við þá sem eru hóstandi, kvefaðir eða veikir.
 • Virtu tilmæli um ferða- og fjöldasamkomutakmarkanir ef verða.

Hver eru einkenni COVID-19?
Fyrstu einkenni þeirra sem veikjast er ekki ólík kvefpest, til dæmis hiti, þurr hósti, beinverkir, höfuðverkur og þreyta. Þeir sem verða alvarlega veikir geta átt erfitt með öndun og á getur viðkomandi þurft á sjúkrahúsvist að halda.

COVID_19_VIS (002).png

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur allt að 14 dagar geti liðið frá því að viðkomandi sýkist þar til einkenni komi fram.

Hversu alvarleg er COVID-19?

 • 81% fá mild einkenni.
 • 14% verða alvarlega veikir.
 • 5% verða lífshættulega veikir.
 • Dánartíðni er óstaðfest en talið um 1-3%

Hvað á ég að gera ef ég finn einkenni?
Ef þú færð kvefeinkenni og hefur verið úti eða í samskiptum við aðila sem voru að koma að utan hringdu í 1700 eða á heilsugæsluna og farðu eftir þeim fyrirmælum sem þú færð þar.

Er til meðferð eða lækning við Kórónaveirunni?
Eins og staðan er núna, þá er meðferðin sú að styðja við líkamsstarfsemi, til dæmis stuðning við öndun, þar til ónæmiskerfinu tekst að vinna bug á veirunni. Hinsvegar er hafin vinna við að finna bóluefni og er vonast til að hægt sé að hefja prófanir á því fyrir lok árs. Spítalar hafa einnig hafið prófanir á lyfjum sem ætlað er að vinna gegn veirunni.

Hversu hratt dreifist veiran?
Þúsundir nýrra sýkinga eru tilkynntar daglega. Hinsvegar er talið að mögulega séu allt að 10 sinnum fleiri sýktir en kemur fram í opinberum tölum. Veirunnar hefur nú orðið vart víða um heim og talin er hætta á heimsfaraldri.

Hvað er heimsfaraldur?
Heimsfaraldur er þegar smitsjúkdómur ógnar mismunandi hlutum heimsins á sama tíma.

Sagt hefur verið að veiran verði ekki til staðar í sumar, er það rétt?
Þar sem kvef og flensa er líklegri til að dreifast á veturna, þá vona sérfræðingar að með sumrinu verði auðveldara að stemma stigu við faraldrinum. Hinsvegar eru dæmi um að veirur af þessum toga hafa birst í heitum löndum. Það er því ekki hægt að ábyrgjast neitt í þeim efnum.

Hvernig segjum við börnum frá COVID-19 (Kórónaveiruna)?

Útskýrum að kórónaveiran sé ný veira og í sumum löndum hafi margir orðið lasnir. Veiran heitir kórónaveiran af því undir smásjá lítur hún út eins og kóróna.

 • Flestir veikjast vægt.
 • Þegar fólk veikist, eru einkennin eins og flensa: Þurr hósti, hiti, beinverkir og getur orðið óþægilegt að anda.
 • Það eru ekki mörg tilfelli þar sem börn hafa veikst og þegar það hefur gerst, þá veikindin væg.
 • Eldra fólk, sem er með undirliggjandi heilsufarsvandamál, er líklegra til þess að verða veikt.
 • Ef einhver veikist og telur sig hafa smitast af veirunni ætti sá hinn sami að hafa strax samband við lækni og fá aðstoð.
 • Vísindamenn og læknar leita að veirunni og vinna í að koma í veg fyrir hana.
 • Útskýrum að það er margt hægt að gera til að koma í veg fyrir smit:
  • Þvo hendur með sápu og vatni í minnst 20 sekúndur. Þvo hendur alltaf eftir klósettferðir eða þegar búið er að vera á almenningsstöðum eins og leiksvæðum, strætó o.þ.h. Koma sápu og vatni í alla króka og kima beggja handa.
  • Hósta í olnbogann. Þegar maður hnerrar eða hóstar, þá kemst vírusinn út í litlum dropum og með því að hósta í olnbogabótina þá komast droparnir ekki lengra.
  • Útskýrum fyrir þeim að reyna forðast að snerta andlit. Munnur, nef, augu og eyru eru staðirnir þar sem sýklar komast með höndunum.
  • Gott er að benda börnum á að hafa ekki áhyggjur. Margir hjálpast að við að tryggja öryggi þeirra: Læknar, vísindamenn, kennarar, fjölskyldan og margir fleiri.

En mikilvægast af öllu er að þvo hendur!

Nytsamlegir hlekkir: