Með nýjum lögum um ökutækjatryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2020, telst tengivagn* eða annað tæki sem fest er við ökutæki sem ein heild. Það þýðir að ábyrgðartrygging ökutækis nær ekki yfir tjón sem verður á tengivagni óháð eignarhaldi. Áður tók ábyrgðartryggingin á slíku tjóni ef eigandi eftirvagns var ekki ökumaður eða eigandi ökutækisins. 


Dæmi: A fær kerru lánaða hjá B og lendir í ökutækjatjóni sem hann er valdur af.

  • Fyrir lagabreytingu:
    Tjón á kerru greiðist úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
  • Eftir lagabreytingu:
    Tjón á kerru greiðist ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.

Ábyrgðartrygging ökutækis tekur áfram á tjónum sem verða vegna ökutækis sem dregur tengivagn, að vagni frátöldum.

Til að tryggja tengivagninn sjálfan þarf að kaskótryggja hann. Þess ber að geta að kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir tengivagninn.

Ef þú átt tengivagn, hvetjum við þig til að fara vel yfir tryggingar þínar. 

Þú getur óskað eftir tryggingu fyrir tengivagninn á Mitt VÍS.

*allir tengivagnar t.d. kerrur, hestakerrur, tjaldvagnar og fellihýsi.