Uppfærð frétt 

Búið er að opna allar skifstofur okkar nema á Egilsstöðum þar verður lokað út daginn. Hvetjum fólk til að fara varlega og minnum á að veðrið er ekki gengið niður á öllu landinu. 

Eldri frétt:

Skrifstofur okkar í Reykjavík, á Selfossi og á Egilsstöðum verða lokaðar 14. febrúar á meðan rauð viðvörun gildir. Líklegt er að viðvörunin gildi fram að hádegi. Aðrar skrifstofur okkar verða opnar.

Við vekjum athygli á að ef tjón verður er ekki þörf á að tilkynna það samdægurs en ef þörf er á hjálp vegna foks skal hringja í 112. 

Síminn okkar 560 5000 er opinn sem og netspjall. Við gerum okkar besta að svara sem fyrst en þar sem mikið álag getur myndast viljum við benda á að hægt er að tilkynna öll tjón á vis.is 

Við hvetjum alla til að fara varlega, fylgjast með fréttum í fjölmiðlum og fara eftir því sem ráðlagt þar.