Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 15.05.2020

Á ferðalagi um landið okkar

Ljóst er að margir Íslendingar verða á faraldsfæti um landið í sumar. Landinn er hvattur til að skoða þá fjölmörgu fallegu staði sem landið hefur uppá að bjóða og styðja við íslenska ferðaþjónustu.

Samkvæmt nýlegri könnun EMC rannsókna þá ætla  59% Íslendinga  að gista í húsbíl eða nota eftirvagn á ferðalögum sínum í sumar. Sama hver ferðamátinn er, þá verður alltaf að að passa uppá öryggið.  Sérstaklega  er mikilvægt að gera það áður en lagt er af stað í fyrstu ferð sumarsins. 

Við hvetjum þig til að renna yfir þessi atriði og vera viss um að þau séu í lagi.

  • Lögbundin skoðun.
  • Virkur gasskynjari.
  • Virkur reykskynjari.
  • Yfirfarið slökkvitæki.
  • Eldvarnateppi.
  • Gaskútur og tengingar.
  • Þjófavörn á dráttarbeisli.
  • Ljós.
  • Legur.
  • Dekk.
  • Loftþrýstingur.

Akstur

  • Hliðarspeglar.
  • Öryggisvír dráttarbeislis
  • Rúðuvökvi.
  • Skoða vindafar.
  • Bílbelti.
  • Hnakkastuðningur.
  • Umferðarhraði.
  • Athygli ökumanns.