Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 05.02.2019

VÍS leggst á árarnar með Krabbameinsfélaginu

Einn af hverjum þremur Íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á ævinni. Árið 2018 létust tæplega 700 manns vegna krabbameina á Íslandi en krabbamein er önnur algengasta dánarorsökin hérlendis.

Krabbameinsfélagið hefur líkt og mörg önnur krabbameinsfélög víða um heim leitað til fyrirtækja, stofnana, samtaka og fleiri um að til að taka höndum saman og vinna með þeim að baráttu gegn krabbameinum.

Einn af hverjum þremur Íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á ævinni. Árið 2018 létust tæplega 700 manns vegna krabbameina á Íslandi en krabbamein er önnur algengasta dánarorsökin hérlendis. Hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð.

VÍS ætlar að leggja sitt af mörkunum í þeirri vinnu með því að vinna áfram að heilbrigðu vinnuumhverfi starfsfólks, hvetja starfsmenn til hreyfingar og heilsusamlegs lífernis og miðla þekkingu frá Krabbameinsfélaginu.