Í neyðartilvikum hringir þú strax í 112

Allar skrifstofur VÍS verða lokaðar frá kl. 13:00 í dag

 

Í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag, er gert ráð fyrir mjög slæmu veðri og hefur Veðurstofa gefið út appelsínugular og rauðar viðvaranir um land allt. Skrifstofur okkar á Ísafirði og Sauðárkróki hafa verið lokaðar í allan dag en aðrar skrifstofur VÍS loka kl. 13:00 í dag.

Viðbrögð við tjónum:

 • Í neyðartilvikum hefur þú strax samband við 112.
 • Ef ekki er um neyðartilvik að ræða snúa fyrstu viðbrögð að því að forða frekara tjóni. Hafðu velferð þína og viðstaddra ávallt í huga.
 • Öll tjón má tilkynna inn á vis.is.
 • Neyðarsími okkar vegna neyðartilfella er 5605070.
 • Ef um alvarleg slys eða bráð veikindi á ferðalagi erlendis hefur þú beint samband við SOS neyðarþjónustu í síma 0045-7010-5050.

Viðbrögð vegna óveðurs:

 • Gangið vel frá öllum lausamunum utandyra.
 • Lokið öllum gluggum og hurðum rækilega.
 • Við mælum með að setja límband í x á stórar rúður sem eru vindmegin.
 • Gætið ykkar þegar hurðir eru opnaðar að þær fjúki ekki upp.
 • Dveljið innandyra og skjólmegin í húsinu.
 • Reynið að fresta öllum mannaferðum þangað til veðrið gengur yfir.
 • Fylgist vel með tilkynningum og fréttum.