Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 19.12.2019

Verum viss um að ísinn haldi

Það getur verið gaman að leika sér á ísilögðu vatni og tiltölulega öruggt ef ísinn er þykkur og heldur vel. Því miður er ísinn þó ekki alltaf öruggur og mikilvægt að foreldrar upplýsi börnin sín um aðstæður ef svo er.

Það getur verið gaman að leika sér á ísilögðu vatni og tiltölulega öruggt ef ísinn er þykkur og heldur vel. Því miður er ísinn þó ekki alltaf öruggur og mikilvægt að foreldrar upplýsi börnin sín um aðstæður ef svo er. Straumþungar ár eru sérstaklega varhugaverðar en ekki endilega víst að allir geri sér grein fyrir því. Það er því mikilvægt að láta vita ef við sjáum einhvern á óöruggum ís sem hugsanlega gerir sér ekki grein fyrir því.

Við fengum mynd senda frá Gunnlaugi Halldórssyni viðskiptavini okkar þar sem hann sá börn að leik á ís á Hvítá. Viðbrögð hans voru til fyrirmyndar. Hann fór til barnanna og sagði þeim frá hættunni en ef ísinn hefði brostið undan þeim hefði farið illa.