Síðari úthlutun úr Samfélagssjóði VÍS var 6. júní og fengu 14 forvarnaverkefni styrki. Eitt þeirra er verkefni UNICEF á Íslandi Stöðvum feluleikinn. Samkvæmt tölum frá UNICEF hafa 1 af hverjum 5 börnum á Íslandi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þá er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri talan enn hærri. 

Markmið verkefnisins er m.a. að fá einstaklinga til að bregðast í auknu mæli við þegar þeir verða varir við ofbeldi í garð barna. Hvetjum alla til að leggja sitt af mörkunum. Skrifa undir á Stöðvum feluleikinn en í kjölfarið fær fólk sent upplýsingakort um rétt viðbrögð þegar grunur leikur á að barn verði fyrir ofbeldi svo það sé betur í stakk búið til að bregðast rétt við og vita hvert á að leita. Þegar verkefnið heldur áfram fram eftir vetri munum við senda frekara efni á þennan hóp.