Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |11.12.2019

Skrifstofur VÍS á Akureyri, Egilsstöðum og Sauðárkróki verða lokaðar í dag, 11. desember, vegna veðurs.

Þar sem landið er eitt þjónustusvæði hjá okkur og fyrirspurnum svarað frá öllum skrifstofum geta þessar lokanir haft áhrif á þjónustugetu okkar í dag. Við gerum okkar allra besta við að svara eins fljótt og auðið er en biðjum þá viðskiptavini sem bíða eftir svörum að sýna okkur biðlund.

Í neyðartilvikum hringir þú strax í 112

Þar sem landið er eitt þjónustusvæði hjá okkur og svarað er af öllum skrifstofum geta þessar lokanir haft áhrif á þjónustugetu okkar í dag. Við gerum okkar allra besta við að svara eins fljótt og auðið er en biðjum þá viðskiptavini sem bíða eftir svörum að sýna okkur biðlund.

Við bendum fólki á að nýta sér Mitt VÍS, þar sem meðal annars er hægt að tilkynna tjón, fá tilboð, skoða tryggingar og dreifa greiðslum.

 • Í neyðartilvikum hefur þú strax samband við 112.
 • Ef ekki er um neyðartilvik að ræða snúa fyrstu viðbrögð að því að forða frekara tjóni. Hafðu velferð þína og viðstaddra ávallt í huga.
 • Öll tjón má tilkynna inn á vis.is.
 • Neyðarsími okkar vegna neyðartilfella er 5605070.
 • Ef um alvarleg slys eða bráð veikindi á ferðalagi erlendis hefur þú beint samband við SOS neyðarþjónustu í síma 0045-7010-5050.

 • Gangið vel frá öllum lausamunum utandyra.
 • Lokið öllum gluggum og hurðum rækilega.
 • Við mælum með að setja límband í x á stórar rúður sem eru vindmegin.
 • Gætið ykkar þegar hurðir eru opnaðar að þær fjúki ekki upp.
 • Dveljið innandyra og skjólmegin í húsinu.
 • Reynið að fresta öllum mannaferðum þangað til veðrið gengur yfir.
 • Fylgist vel með tilkynningum og fréttum.