Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |21.03.2019

Oft hlaðið á óöruggan hátt!

Eldur sem upp kom í tveimur rafmagnsbílum og olli því að þeir eru gjörónýtir orsakaðist að því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð við hleðslu bílanna. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn og hitnar gríðarlega sem getur endað með íkveikju.

Eldur sem upp kom í tveimur rafmagnsbílum og olli því að þeir eru gjörónýtir orsakaðist af því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð við hleðslu. Þær þola ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn og hitna gríðarlega sem getur endað með að kviknar í.

Svo virðist sem nokkuð algengt sé að bílar séu hlaðnir með óöruggum hætti. Að tenglar, lagnir og öryggi í rafmagnstöflu séu ekki gerð fyrir álagið. Það sem af er ári eru 21% nýskráðra bílar með rafhleðslutengli en tæplega 9.400 slíkir bílar eru hér á landi. Gríðarlega mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Við hvetjum alla til að gæta vel að þeim málum:

 • Fáið löggiltan rafverktaka með þekkingu á hleðslu rafbíla til að fara yfir málin áður en byrjað er að hlaða bíl, sama hvaða hleðsluaðferð er notuð þ.e. hleðslustöð eða hleðslutæki bíls
 • Hver tengistaður má einungis hlaða einn rafbíl í einu.​
 • Hver tengistaður skal varinn með yfirstraumvarnarbúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) sem einungis ver þennan tiltekna tengistað.
 • Hver tengistaður skal varinn með bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem einungis ver þennan tiltekna tengistað.
 • Útleysisstraumur bilunarstraumsrofans skal vera 30mA og í flestum tilfellum þarf rofinn að vera af gerð B - ekki má nota gerð AC sem er algengasti rofinn á markaðnum (merkingar á viðeigandi rofum í rafmagnstöflu).
 • Stranglega er bannað að nota framlengingarsnúru, fjöltengi eða önnur „millistykki“ við hleðslu rafbíla.
 • Huga þarf að eftirfarandi með raflögnina sem nota á:

 • er best og lang öruggast að hlaða bíl með sérhæfðri hleðslustöð með fasttengdri raflögn en nokkrir aðilar selja slíkar stöðvar hér á landi.
 • Viðkomandi tengistaður skal uppfylla skilyrðin sem getið er hér að ofan.
 • Nota jarðtengdan tengil allt að 32A sem hentar til hleðslu rafbíla.
 • Ekki má nota hefðbundna heimilis einfasa 16A tenglahleðslustraumur hleðslustöðvar sé takmarkaður við 10A að hámarki.
 • Þyngd stjórnbox á hleðslusnúru má ekki hanga í tengli þar sem tengill og stjórnbox geta hitnað við það.
 • Ef þar til gerð hleðslustöð er ekki notuð heldur hlaðið með hleðslutæki bíls þarf að huga að:

 • Ekki nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst.

Umfjöllun um málið má sjá í og frekari upplýsingar á