Á hverjum degi berast VÍS um sex tilkynningar um vatnstjón sem eru bætt. Ekki eru þó öll vatnstjón bætt og má þar nefna tjón sem verða þegar vatn lekur inn að utan t.d. inn um sprungur á húsum. Nú þegar mikill snjór er víða er mikilvægt að húseigendur geri það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir slíkan leka er snjór fer að blota.

Mikilvægt er að:

  • Moka snjó af svölum
  • Moka snjó frá húsveggjum
  • Moka snjó og klaka frá niðurföllum
  • Tryggja að niðurfall sé ekki stíflað
  • Gæta að vatnssöfnun á þaki, sér í lagi ef þak er flatt

Uppfært 27. desember

Þegar fór að hlána eftir jólin fórum við því miður að fá fregnir af tilvikum þar sem vatn var að leka inn í híbýli. Þessar myndir voru teknar í íbúð þar sem lak frá svölum á hæðinni fyrir ofan. Við hvetjum alla til að gera ráðstafanir s.s. að moka snjó og tryggja að niðurföll virki. Koma með því í veg fyrir þessi tjón sem tryggingar taka ekki á.