Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 26.08.2019

Margir nýliðar á ferð

Rúmlega 4.500 börn byrja í 1. bekk þetta skólaárið. Mikil spenna er hjá mörgum þeirra og margt nýtt að gerast. Umferðin getur verið einn af þeim þáttum. Frá því að hafa alltaf fengið fylgd í leikskólann í að fara ein og óstudd í skólann.

Mikilvægt er að foreldrar fylgi þeim vel eftir og getur verið gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Fylgja þeim í skólann fyrstu dagana
  • Kenna þeim að velja öruggustu leiðina sem er ekki endilega styst
  • Fara yfir að það þurfi alltaf að fara eftir umferðarreglunum en ekki bara stundum
  • Ef fara þarf yfir götu, kenna hvernig það sé gert á öruggan hátt
  • Fara yfir mikilvægi þess að fara meðfram bílastæðum en ekki þvert yfir þau
  • Tryggja að endurskin sé til staðar á tösku og utanyfirfatnaði
  • Ef farið er á hjóli þá sé rétt spenntur hjálmur á höfði
  • Ef ferðast er í bíl, sé ávallt setið á viðeigandi öryggisbúnaði með beltið spennt

Þó hér sé talað um börn sem eru að byrja í skóla þá er margt af þessum lista sem á við allan grunnskólaaldur. Hjá eldri krökkum getur bæst við umræða um hegðun á vespum og truflunina sem heyrnartól og sími geta verið í umferðinni.